Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2009 11:01

Landshlutastofur fá peninga til markaðssetningar

Ráðherra ferðamála ásamt fulltrúum landshlutanna
Við athöfn í utanríkissráðuneytinu í gær staðfestu Össur Skarphéðinsson ferðamálaráðherra og forsvarsmenn markaðsstofa samninga við sjö markaðsstofur landshlutanna sem eiga að annast markaðsmál ferðaþjónustu innanlands. Vonast er til að samningar þessi leggi grundvöll að tryggum rekstri þeirra á næstu árum. Samstarfið byggir á sérstakri fjárveitingu af fjáraukalögum og á þeirri forsendu að sveitarfélög og fyrirtæki komi einnig með afgerandi hætti að rekstrinum á móti ríkinu. “Með nýju skipulagi í markaðsmálum ferðaþjónustunnar og almennri landkynningu er verið að tryggja betri nýtingu fjármuna og ná auknum árangri með markvissu samstarfi þeirra sem koma að markaðs- og ímyndarmálum,” segir í fréttatilkynningu.

Að sögn Jónasar Guðmundssonar forsvarsmanns Markaðsstofu Vesturlands er þetta gleðilegur áfangi fyrir Vesturland því að með stofnun stofunnar opnast leið til samstarfs við ráðuneyti og Ferðamálastofu sem tryggir þá ákveðið fjármagn til svæðisins sem ekki hefur fengist áður. “Á þessu ári fáum við mjög ásættanleg framlög frá ríkinu þrátt fyrir efnahagsaðstæður og þessi framlög gera okkur kleift að opna og reka tvær heimasíður fyrir Vesturland svo og að ráðast í útgáfu á veglegum þjónustubæklingi auk smærri verkefna. Við erum því afskaplega glöð og stolt i dag,” segir Jónas Guðmundsson í fréttatilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is