Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2009 02:01

Óttast um ástand brunavarna á Dalbrautinni

Stjórnendur Akraneskaupstaðar eru áhyggjufullir yfir ástandi brunavarna í þjónustu- og verslunarmiðstöðinni að Dalbraut 1, í kjölfar bruna í bókasafnsbyggingunni 14. febrúar sl. Þetta kom fram í umræðum á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjdag, en fyrir fundinum lágu verkfundargerðir vegna byggingar bókasafnsins, þar sem fram kemur að vegna óþéttleika við brún brunaskilrúms upp við loftklæðingu, komst reykurinn óhindrað inn í húsnæði Eymundsson við hliðina. Framkvæmdasvið Akraneskaupstaðar hefur farið fram á breytingar og lagfæringar verði gerðar á húsnæði bókasafnsins til að bæta brunavarnir í húsinu.

Úttekt hafði farið fram á brunavörnum í húsinu, sem áttu að vera í lagi, og nú óttast bæjarfulltrúar að málum sé svipað háttað í hinum enda hússina að Dalbraut 1 þar sem Tónlistarskólinn er til húsa. Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar hefur óskað eftir upplýsingum frá byggingafulltrúa og tækni- og umhverfissviði bæjarins um hvernig að brunaúttekinni á húsnæði Tónlistarskólans var staðið. Gunnar og aðrir bæjarfulltrúar sem til máls tóku á fundinum sögðu að komast yrði til botns í þessum málum og brunavarnirnar yrðu að vera í lagi. Þau Hrönn Ríkharðsdóttir og Sveinn Kristinsson sögðu að málið væri alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að skólastofnun væri í húsinu, þar sem líf og heilda ungs fólks væri í veði og í hinum enda byggingarinnar væru geymd menningarverðmæti bæjarins.

 

Samkvæmt því sem fram kemur í verkfundargerðinni vegna bókasafnsins var óþéttleiki við stálklæðingu í lofti við efri brún eldvarnarveggja sem afmarkar brunahólf í verslunar- og þjónustumiðstöðinni. Stálklæðningin er götuð til að dempa hljóð og streymdi reykurinn í gegnum þessi göt nær óhindrað, þar sem hvorki var steinullareinangrun til að hindrað það streymi eða gifsklæðning.

 

Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs bæjarins segir að óskað hafi verið eftir lagfæringum og breytingum á bókasafnbyggingunni þannig að það fullnægi öllum skilyrðum til brunavarna. Hann segir að fyrir liggi að til þess að losna við megna brunalykt sem enn er í húsnæðinu séu tveir kostir í stöðunni, annað hvort að klæða af og einangra núverandi loftklæðningu, eða skipta um þak á byggingunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is