Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2009 08:02

Snæfell vann í tvíframlengdum leik

Snæfell knúði fram mikinn baráttusigur gegn Grindavík í þriðja undanúrslitaleik liðanna þegar spilað var í Grindavík í dag. Lokatölur urðu 97-104 eftir tvíframlengdan leik. Snæfellingar voru yfir allan tímann og höfðu 13 stiga forskot í leikhlé, 30-43 og lítið gekk hjá heimamönnum sem voru ekki í sama gír og í síðustu tveimur leikjum. Þegar fjórði leikhluti hófst var fátt sem benti til þess að heimamenn yrðu í baráttunni um sigur í leiknum en með sterkri pressuvörn tókst þeim að komast inn í leikinn og allt ætlaði vitlaust að verða í Grindavík.

 

 

Ótrúleg spenna var á lokamínútunum og lokasekúndunum, miklar sviptingar á báða bóga en Snæfell var fjórum stigum yfir þegar nokkrar sekúndur voru eftir en þá skoraði Þorleifur Grindvíkingur þrist og fékk víti að auka og jafnaði 76-76.  Grindvíkingar virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur í framlengingunni en með harðfylgi tókst Snæfelli að halda haus og voru stutt frá því að stela sigrinum í lokin en Nick Bradford tróð og jafnaði 83-83.
Í annarri framlengingu voru Snæfellingar miklu betri og vörn UMFG var ekki sú sama og fyrr í leiknum. Gestirnir skoruðu 21 stig á móti aðeins 14 heimamanna og þeir innbirtu sanngjarnan sigur í frábærum spennuleik 97-104.

Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur Snæfellinga með 23 stig, Hlynur Bærings var með 21 og Jón Ólafur Jónsson var með tuttugu stig.

Stigahæstir hjá Grindavík voru Helgi Jónas Guðfinnsson með 22 stig, Nick Bradford var með 21 og Þorleifur Ólafsson var með 15 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is