Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2009 04:49

Um afkomu lífeyrissjóðsins Festa

“Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins mánudaginn 30. mars s.l. um skerðingu réttinda hjá lífeyrissjóðum, má ætla að Festa lífeyrissjóður muni skerða réttindi sjóðfélaga og út frá fyrirsögn fréttarinnar má álykta að sú skerðing verði 10%. Hið rétta er að tryggingafræðilegur halli sjóðsins er 8% í árslok 2008,” segir í tilkynningu sem Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Festa hefur sent. Gylfi segir að samkvæmt lögum megi tryggingafræðilegur halli ekki vera meiri en 10%.  “Stjórn sjóðsins er því ekki skylt að skerða réttindi samkvæmt lögum.  Á fundi stjórnar þann 18. mars s.l. var hinsvegar ákveðið að fresta ákvörðun um hugsanlegar réttindabreytingar til aprílfundar. Var það gert í ljósi þess að árið 2009 er ekki að byrja vel og vildi stjórn sjóðsins hafa gleggri upplýsingar í höndum áður en endanleg ákvörðun er tekin í þessu efni. Ef stjórn sjóðsins ákveður að breyta réttindum, verður um að ræða væga skerðingu á bilinu 2-3%.

Þess má geta að réttindi sjóðfélaga voru síðast aukin um 4% árið 2007. Í þessu sambandi er einnig umhugsunarvert að lífeyrisgreiðslur til sjóðsfélaga hækkuðu um 16,4% á árinu 2008, eða sem nemur verðbólgu ársins.”

 

Gylfi segir jafnframt að samkvæmt samantekt Fjarmálaeftirlitsins hafi meðalraunávöxtun lífeyrissjóða verið neikvæð um  21,5% árið 2008. “Þar kemur einnig fram að 10 lífeyrissjóðir þurfa að skerða réttindi þar sem tryggingafræðilegur halli þeirra er yfir 10%. Nafnávöxtun Festu lífeyrissjóðs á árinu 2008 var -5,6% og raunávöxtun að teknu tilliti til verðbólgu var -18,8%. Þetta er ívið betri niðurstaða en áðurnefnt meðaltal lífeyrissjóða,” segir Gylfi Jónasson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is