Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2009 12:35

Vesturlandsþrumari kynntur í dag

Vesturlandsþrumari á bakka hversins á Hurðarbaki.
“Við vorum búnir að velta því talsvert lengi fyrir okkur bakarar á Vesturlandi hvernig við gætum komið til móts við versnandi efnahag almennings. Niðurstaðan varð sú að við förum nú sameinaðir af stað með nýja framleiðsluvöru sem fengið hefur nafnið Vesturlands þrumarinn,” segir Sigurgeir Erlendsson bakari í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. Vesturlands þrumarinn er rúgbrauð að grunni til eftir aldagamalli borgfirskri uppskrift, en endurbætt þó. Verður brauðið bakað við hverahita í tæpan sólarhring og lögð áhersla á hagkvæmni við framleiðsluna þannig að verðið sé viðráðanlegt. “Við höfum samið við ábúendur á Hurðarbaki í Reykholtsdal um að annast sjálfan bakstur brauðanna og verður það gert í hverahúsinu við bæinn.

Þá munum við nota litla steypuhrærivél til að hnoða deigið og gerum þetta allt eins hagkvæmt og kostur er. Uppistaðan er náttúrlega rúgmjöl en einnig notum við m.a. borgfirskt valsað bygg í framleiðsluna. Við höfum unnið að þróun brauðanna sl. tíu vikur og erum glimrandi ánægðir með árangurinn,” segir Sigurgeir.

 

Vesturlands þrumarinn verður seldur í bakaríum í landshlutanum frá og með morgundeginum. Sérstök forkynning verður í Geirabakaríi í Borgarnesi frá klukkan 16-17:30 í dag, miðvikudag. “Við ætlum að hafa svolítið húllumhæ í dag í tilefni þessarar nýjungar. Hingað kemur hinn magnaði Þórhallur Sigurðsson, Laddi, og ætlar að sjá um kynninguna, vera með grín og taka lagið með hljómsveit. Þá munum við gefa gestum nýbakaðan Vesturlandsþrumara í kynningarskyni og erum við vel birgir, höfum bakað 400-500 brauð til að gefa,” sagði Geiri í Geirabakaríi að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is