Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2009 09:02

Vill vinna að umhverfisvottun Íslands

„Ég held að þetta gæti verið ódýr og góð leið til að bæta ímynd okkar á alþjóðavettvangi, að Ísland verði fyrsta umhverfisvottaða landið í heiminum. Við teljum raunhæft að afla Íslandi vottunar á skömmum tíma og gera það fyrir hóflegt fjárframlag,“ segir Róbert Stefánsson formaður Framkvæmdaráðs Snæfellsness, en hann var meðal þeirra sem unnu að Green Globe vottun Snæfellsness. Róbert segir að umhverfisvottun fyrir allt Ísland yrði mjög öflugt tæki til markaðssetningar og það væri einmitt það sem við Íslendingar þyrftum nú mjög svo á að halda til uppbyggingar atvinnulífsins í landinu.

Hugmynd sína setti Róbert fram á landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 í Stykkishólmi á dögunum. Áform um umhverfisvottað Íslands eru ekki ný af nálinni en Róbert segir hægt að afla vottunar með annarri útfærslu en áður hefur verið nefnd. Hann bendir á að margt myndi vinnast með vottuninni, auk bættrar ímyndar; svo sem efling ferðaþjónustunnar og framleiðsluatvinnuveganna, meiri umferðar ferðamanna til landsins í sátt við náttúruna og íslenskir aðilar fengu með vottuninni samkeppnisforskot. Kostnaður við verkefnið myndi skila sér margfalt til baka.

 

Gerlegt á þremur árum

Róbert telur að verði vel og skipulega að verkefninu staðið, sé unnt að afla umhverfisvottunar fyrir Ísland á þremur árum og ekki þurfti að leggja í meiri kostnað en sem nemi um 70 milljónum á ári. Róbert vék að hugmyndum sínum í tengslum við framsöguerindi sem hann flutti á landsráðstefnunni í Hólminum um Green Globe verkefnið á Snæfellsnesi og samstarf fimm sveitarfélaga frá árinu 2003 sem leiddi til þess að allt Snæfellsnes fékk umhverfisvottun á árinu 2008. Róbert telur að útvíkka megi þetta verkefni yfir allt landið og ná tilætluðum árangri.

 

„Það væri heppilegast að gera þetta á sveitarfélagastiginu. Þar er nærþjónustan og meira návígi við náttúruna og umhverfið. Green Globe byggir á því sama og Staðardagskrá 21, hóflegri nýtingu og verndun, ekki sé gengið á höfuðstól auðlynda. Þetta verkefni myndi styrkja sveitarfélögin, þar sem hluti af því er gæðastjórnun. Þetta er þverfaglegt verkefni á sviði umhverfis- og félagsmála,“ segir Róbert Stefánsson, sem jafnframt því að hafa verið í forystusveit verkefnisins á Snæfellsnesi er forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is