Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2009 01:16

Sveitarfélagið Akraborg verður til

Sveitarstjórarnir í lok fundarins í gærkvöldi

Forsvarsmenn sveitarfélaganna Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa hist á fjórum fundum síðustu tvær vikur og rætt tillögu sem miðar að því að samhliða alþingiskosningum 25. apríl næstkomandi muni íbúar þessara sveitarfélaga kjósa um sameiningu þeirra. Fundað var fram á kvöld í gær og þar samþykkt svohljóðandi tillaga: “Fulltrúar sveitarstjórna Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðasveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps samþykkta að leggja það til að þessi sveitarfélög verði sameinuð í eitt frá og með 1. september 2009. Við teljum að sveitarfélag sem telur um 11 þúsund íbúa og hefur í senn kröftugt og gott atvinnulíf verði betur í stakk búið til að sinna þeim grunnþörfum sem af sveitarfélögum er ætlast. Sérstaklega er nauðsynlegt nú í ölduróti þrenginga í efnahagslífi landsmanna að leita allra mögulegra leiða til hagræðingar. Því leggjum við til að kosið verði um fyrirhugaða sameiningu samhliða kosningum til Alþingis 25. apríl 2009.”

 

 

Aðspurðir segjast sveitarstjórarnir að málið hafi fyrir alvöru komist á skrið á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga fyrir skömmu. “Við höfum hist á nokkrum fundum að undanförnu og rætt við okkar fólk og þetta er niðurstaðan. Það eina sem setur okkur skorður er hversu skammur tími verður til kynningar á málinu og því ætlum við að spíta í lófana hvað það snertir,” sagði Páll S Brynjarsson sveitarstjóri í Borgarbyggð í samtali við Skessuhorn seint í gærkvöldi þegar fundi sveitarstjóranna lauk.

 

Boðað hefur verið til tveggja almennra íbúafunda í kvöld, miðvikudagskvöld, á eftirfarandi stöðum: Fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit klukkan 19:00 í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi og klukkan 21:30 fyrir íbúa Borgarbyggðar og Skorradalshrepps á Hótel Hamri. “Þar munum við kynna hugmyndir okkar, væntanlegan ávinning af sameiningu sveitarfélaganna og önnur mál sem brenna á íbúum,” sagði Páll. Hann bætti því við að endingu að ákveðið væri að sækja um að nýtt sameinað sveitarfélag fái nafnið Akraborg, samþykki íbúar væntanlega sameiningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is