Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2009 08:05

Slök útkoma grunnskóla í úttekt á sjálfsmatsaðferðum

Grunnskólinn í Borgarnesi var eini grunnskólinn á Vesturlandi sem stóðst viðmið menntamálaráðuneytis um sjálfsmatsaðferðir og framkvæmd sjálfsmats við úttekt sem gerð var á síðasta ári. Ekki voru allir grunnskólar á Vesturlandi í úttektinni núna og má þar nefna Grundaskóla, Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Þetta er í þriðja sinn sem svona úttekt er gerð og að þessu sinni voru 64 skólar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vestfjörðum og Vesturlandi skoðaðir. Alls 17 skólar stóðust öll viðmið. Fyrsta umferð úttekta var gerð frá árinu 2001 til 2003. Þá var gerð úttekt í öllum grunnskólum alls 184 talsins. Önnur umferðin var gerð árið 2007 og náði til 48 skóla og sem fyrr segir var sú þriðja gerða á síðasta ári í 64 skólum. Í lögum um grunnskóla segir að hver grunnskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs. Matið á að tengjast markmiðum skólanámsskrám og skulu upplýsingar um framkvæmd og umbætur birtar opinberlega. Í lögunum segir jafnframt að menntamálaráðuneytið skuli m.a. með sjálfstæðri gagnaöflun afla upplýsinga um framkvæmd laganna.

 

 

Af þeim skólum sem skoðaðir voru 2008 reyndust 10 með fullnægjandi niðurstöðu að hluta, þ.e.a.s. að þeir uppfylltu aðeins hluta, annað hvort viðmið ráðuneytis um sjálfsmatsaðferðir eða framkvæmd sjálfsmats. Sumir skólar uppfylltu bæði viðmið um sjálfsmatsaðferðir og framkvæmd að hluta. Enginn þeirra skóla sem skoðaðir voru á Vesturlandi er í þessum hópi. Í skólahópnum 2008 voru 37 skólar sem uppfylltu hvorki viðmið um sjálfsmatsaðferðir né framkvæmd sjálfsmats. Í þeim hópi eru níu skólar á Vesturlandi ef Reykhólaskóli er talinn með. Auk hans eru það Brekkubæjarskóli á Akranesi, Grunnskóli Grundarfjarðar, Grunnskóli Snæfellsbæjar, Grunnskólinn í Búðardal, Grunnskólinn í Stykkishólmi, Grunnskólinn Tjarnarlundi, Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit og Laugargerðisskóli.

 

Í framhaldi af þeim úttektum sem fóru fram árið 2007 og fyrri hluta árs 2008 hefur menntamálaráðuneytið boðist til að senda ráðgjafa í þá skóla sem uppfylltu hvorki viðmið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir né framkvæmd sjálfsmats. Sú ráðgjöf stendur nú yfir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is