Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2009 08:11

Bóndinn á Breiðabólstað fær sérútbúinn Ferguson

Þórður Halldórsson bóndi á Breiðabólstað á Skarðsströnd í Dölum varð fyrir áfalli í ágústmánuði sumarið 2007 þegar hann fékk heilablóðfall og lamaðist hægra megin. Sveitungar og nágrannar Þórðar brugðust skjótt við, sérstaklega Trausti Bjarnason bóndi á Á, sem sendi dreifibréf um sveitina og nágrennið með áskoruninni „Stöndum saman.“ Opnaður var söfnunarreikningur í Kaupþingi í Búðardal og þá létu félagar Þórðar í karlakórnum Söngbræðrum í Borgafirði ekki sitt eftir liggja og efndu til söngskemmtunar til stuðnings Þórði um kaup á sérútbúinni dráttarvél, þannig að einhverjir möguleikar væru á að hann gæti haldið áfram búskap á Breiðabólstað.

Ef veður hamlar ekki mun birtast einhvern næsta dag á hlaðinu á Breiðabólstað, nýr traktor af Massey Ferguson gerð, sérbúinn með öllum stjórntækjum vinstra megin. Rúnar Jónasson á Valþúfu, nágranni Þórðar, segir að þetta sé reyndar alveg andsnúið Þórði pólitískt séð að þurfa að skipta yfir til vinstri og það rétt fyrir kosningar, en Rúnar var einmitt samferða Þórði á Selfoss á dögunum þar sem hann gerði úttekt á breytingunum á vélinni og gekk frá síðustu greiðslum vegna kaupanna til Jötunvéla.

 

Anna Karin Sederholm eiginkona Þórðar, hefur verið kennari við Grunnskólann í Búðardal, en tók sér ársfrí til að hlaupa í skarðið við búskapinn. Hún segir að það komi sér ákaflega vel að fá traktorinn núna, enda vorstörfin á næsta leiti. Á Breiðabólstað er stórt fjárbú, um 700 fjár og því ekki heiglum hent fyrir fatlaðan mann að sinna bústörfunum. „Við erum mjög þakklát öllum sem hafa stutt við okkur og gert okkur þetta kleift. Þórður er mjög laginn við vélar og við vonumst til að nýja vélin hjálpi okkur til að geta stundað búskapinn áfram. Við höfum notið mjög góðrar aðstoðar föður Þórðar, sem er vel á sig kominn þótt hann sé orðinn fullorðinn. Það er samt ómögulegt að sjá hversu mikil framtíð er í búskapnum hjá okkur. Það kemur bara í ljós,“ segir Anna Karin Sederholm, sem er frá Skáni í Svíþjóð, en hefur búið á Íslandi í níu ár og talar íslensku eins og innfæddur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is