Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2009 09:45

Snæfellingar játuðu sig sigraða

Snæfell féll úr leik í undanúrslitum Icelandic Express deildarinnar í körfubolta í gærkveldi, þegar Grindvíkingar sigruðu í fjórðu viðureign liðanna sem fram fór í Hólminum. Þar með náðu Suðurnesjamenn sínum þriðja sigri og sendu Snæfellinga í sumarfrí. Það verða því Grindavík og KR sem mætast í úrslitarimmum deildarinnar. Liðsmenn Snæfells áttu í erfiðleikum strax frá upphafi leiksins í gær á móti stífri pressuvörn Grindvíkinga, sem pressuðu hátt á völlinn. Þær voru margar sendingarnar frá Snæfellingum sem höfnuðu í höndum andstæðinganna, sem kostuðu hraða gagnsókn frá Grindvíkingum.

Gestirnir voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 19:25. Hólmarar komu gríðarlega vel stemmdir í annan leikhluta og náðu þá að vinna sig út úr pressunni. Þeir skoruðu 11 stig í röð og breyttu stöðunni í 30:25.  Snæfell var með tveggja stiga forskot í hálfleik 43:41. Heimamenn höfðu síðan frumkvæðið áfram í byrjun seinni hálfleiks, en það var undir lok þriðja leikhluta sem hlutirnir fóru fyrir alvöru að gerast hjá Grindvíkingum. Meistaraheppnin gerði virkilega vart við sig þegar Helgi Jónas Guðfinnsson skoraði flautukörfu á ævintýralegan hátt. Að margra áliti var það vendipunktur leiksins, hún fleytti gestunum í fimm stiga forskot sem þeir juku síðan strax í byrjun fjórða leikhluta. Það var eins og Snæfell ætti ekkert svar við stórleik Grindvíkinga í lokakaflanum en þar fór fremstur Þorleifur Ólafsson sem raðaði niður. Munurinn varð mestur 15 stig, en lokatölur 85:75 fyrir Grindavík.

 

Lucious Wagner var stigahæstur í liði Snæfells með 21 stig, Hlynur Bæringsson kom næstur með 15 stig og svipaðan fjölda frákasta, Jón Ólafur Jónsson og Sigurður Þorvaldsson skoruðu 12 stig hvor, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7, Atli Rafn Hreinsson 4, Gunnlaugur Smárason 3 og Daníel A: Kazmi 1. Hjá Grindavík var Nick Bradford stigahæstur með 23, Þorleifur Ólafsson 18 og Helgi Jónas Guðfinnsson 14.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is