Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2009 01:11

Sögumiðstöðin setur upp stærstu fiskasýningu landsins

Búið er að draga jakann alla leið úr Steingrímsfirði

"Við vildum fara nýjar leiðir í að kynna sérstöðu Snæfellsness sem tvímælalaust er sjórinn og sjávarafli. Hér í Sögumiðstöðinni er verið að einangra og innrétta stjórt herbergi þar sem broti úr borgarísjaka verður komið fyrir á miðju gólfi og nær hann upp í loft. Við fengum gefins kælivél sem mun halda lítilsháttar frosti í herberginu yfir ferðamannatímann og fram á næsta haust," sagði Ingi Hans Jónsson í Sögumiðstöðinni í samtali við Skessuhorn. Hann segir að á ísjakanum verði komið fyrir nokkrum eintökum af öllum þeim fisktegundum og krabbadýrum sem lifa hér við land. "Þetta verður langstærsta fiskasýning sem sett hefur verið upp hér á landi og kosturinn við hana er að alltaf er hægt að skipta út sýningarfiskunum," sagði Ingi Hans. Nánar er rætt við hann um þessa nýjung í Skessuhorni sem kom út í dag. Nú rétt í þessu er Sæborg ST-7 að draga risastórt brot úr borgarísjaka inn fjörðinn og verður strax farið að koma klakastikkinu fyrir í Sögumiðstöðinni. Ingi Hans segist glaður þiggja aðstoð hjálpfúsra handa við verkið. Guðlaugur Pálsson í Frostmarki er Inga innan handar við verkið og sér m.a. um tæknileg úrlausnarefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is