Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2009 12:02

Hrefnuveiðimenn segja gengið of langt með hvalverndarsvæðin

Félag hrefnuveiðimanna mótmælir harðlega því fyrirkomulagi að úthluta ákveðnum svæðum undir hvalaskoðun og loka þar með algerlega á gömul veiðisvæði hrefnuveiðimanna. „Tillaga Hafrannsóknarstofnunnar gengur alltof langt í því að friða ákveðin svæði til hvalaskoðunar, m.a. svæði sem ekki eru nýtt undir hvalaskoðun svo sem Steingrímsfjörður. Þau griðlönd sem útbúin eru á helstu veiðisvæðum hrefnuveiðimanna í Faxaflóa og við Skjálfanda eru einnig út úr öllu korti og hafna hrefnuveiðimenn alfarið þeirri nálgun,“ segir í tilkynningu frá Félagi hrefnuveiðimanna, vegna nýútgefinnar tilkynningar sjávarútvegsráðuneytisins um hvalverndarsvæði.

Í tilkynningunni segir að hrefnuveiðimenn hafa lýst sig reiðubúna til samvinnu við hvalaskoðunarfyrirtækin hérlendis svo ekki sé verið að stunda veiðar á sömu slóðum, á sama tíma og hvalaskoðun fer fram. Slík samvinna hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum, þvert á móti ávalt verið leitast eftir því að þeirra hálfu að deila um málið í fjölmiðlum. „Málflutningur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands dæmir sig sjálfur þegar þeir halda því fram að Hafrannsóknarstofnun hafi frá upphafi verið málpípa hvalveiðimanna,“ segir í tilkynningu Félags hrefnuveiðimanna.

Hvalveiðar hafa verið stundaðar við strendur Íslands löngu áður en ákveðið var að hefja hér hvalaskoðun. Hrefnuveiðar og hvalaskoðun hafa farið fram hérlendis undanfarin ár. Ekki verður með neinu móti séð að það hafi á nokkurn hátt haft neikvæð áhrif á hvalaskoðun, hins vegar hafa jákvæðu áhrifin verið þau að hvalaskoðun hefur aukist ár frá ári. Sú er einnig raunin í Noregi, þar sem hvalaskoðun hefur átt sér stað á hvalveiðisvæðum undanfarin 20 ár, segir einnig í tilkynningunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is