Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2009 02:03

Æðarfugl grútarmengaður í Grundarfirði

Hrannar Pétursson, hafnarvörður í Stykkishólmi, færði á mánudaginn Náttúrustofu Vesturlands æðarkollu sem hann náði við höfnina á Grundarfirði. “Ég var að koma frá tannlækni í Ólafsvík og þegar ég kem að höfninni í Grundarfirði sé ég æðarkollu í fjöruborðinu. Hún var aðframkomin og hrafninn farinn að hnusa af henni. Ég tók hana í bílinn hjá mér en kollan var öll útötuð í grút,” sagði Hrannar. Hann fór með fuglinn á Náttúrustofu Vesturlands en starfsmönnum þar tókst ekki að halda lífi í fuglinum. Mikill grútur var á kollunni og hafði hún greinilega verið að berjast einhvern tíma þannig. Hrannar segir talsverða grútarmengun vera þarna, þar sem sýkt síld hefur verið að drepast og valda grútarmengun.

 

 

Mikið er af dauðri síld á fjörum við Grundarfjörð og talsverð grútarmengun er í höfninni og víðar. Þar eins og annarsstaðar er stór hluti síldar sýktur. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur á Hafrannsóknarstofnun segir að ljóst sé að sýkt síld sé víða að drepast. Mikil síld hefur verið í Grundarfirði undanfarin ár og hafa mælst þar allt að 700 þúsund tonn, sem er sexfaldur sá kvóti sem veiða má árlega. Sveinn segir að nú verði fylgst betur með því hvað sé að gerast þarna, sérstaklega ef æðarfugl fari að verða grútnum að bráð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is