Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2009 09:06

Benda háskólum á samstarf vegna sumarnáms

Sumarnám á Bifröst

Nemendafélag Háskólans á Bifröst hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu þar sem félagið styður aðgerðir nemenda Háskólans í Reykjavík þess efnis að boðið verði upp á sumarnám í ljósi atvinnuhorfa í sumar. Samkvæmt könnun Morgunblaðsins sem birt var 1. apríl sl. er ljóst að tæplega 13.000 háskólanemar verða án atvinnu í sumar. Í kjölfar þess er nú þrýst á Háskóla Íslands að koma á móts við nemendur með því að vera með sumarnámskeið. 

“Á Bifröst er boðið upp á 45 námskeið á sviði lögfræði, viðskipta og félagsvísinda og geta nemendur í grunnnámi lokið 20 ECTS einingum á sumarönn. Þeir nemendur sem hyggja á meistaranám geta hafið námið á sumarönninni á Bifröst. Þetta skipulag er hefðbundið á Bifröst og teljum við að það komi fyllilega á móts við þarfir nemenda í ljósi aðstæðna. 

Nemendur á Bifröst meta þennan möguleika mjög og skora á stúdenta á Íslandi að þrýsta á samstarf á milli skóla og að námskeið verði metin á milli skóla. Með tilliti til þessa er einnig skorað á LÍN að endurskoða lánareglur sínar í þeim tilgangi að gera nemendum kleift að stunda lánshæft nám á milli háskóla,” segir í ályktun nemendafélagsins á Bifröst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is