Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2009 11:35

Kjarnafiskur valinn Frumkvöðull Vesturlands 2008

Frumkvöðlar Vesturlands 2008. Fremst er Börkur Jónsson
Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands voru afhent á Frumkvöðladegi sem haldinn var í Menntaskóla Borgarfjarðar í gær. Þetta er fjórða árið sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir valinu. Að þessu bárust 17 tilnefningar frá almenningi um fyrirtæki en verðlaununum er ætlað að styrkja og vekja athygli á öflugu frumkvöðlastarfi á Vesturlandi. “Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar í sérhverju samfélagi, ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvænlegt er að búa í litlu samfélagi í dreifbýlinu,” segir í umsögn SSV um verðlaunin. Að þessu sinni var það Kjarnafiskur á Akranesi, fyrirtæki Barkar Jónssonar og Valgerðar S Sigurðardóttur sem hlaut verðlaunin. Kjarnafiskur hefur á nýliðnum árum sett upp tæknilega fullkomna harðfiskvinnslu og hefur hafið sölu á framleiðslunni, meðal annars í samstarfi við Latabæ, fyrirtæki Magnúsar Scheving.

“Kjarnafiskur hefur verið að þróa afkastamikla framleiðsluaðferð á hefðbundinni framleiðsluvöru. Það hefur verið að sækja mjög fram í vöruþróun og markaðssetningu framleiðsluvara sinna erlendis með mjög góðum árangri,” sagði Páll S Brynjarsson formaður stjórnar SSV meðal annars þegar hann lýsti vali dómnefndar á Frumkvöðli Vesturland 2008.

 

Nánar verður greint frá hverjir hlutu tilnefningar og rætt við Börk Jónsson hjá Kjarnafiski í Skessuhorni sem kemur út nk. þriðjudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is