Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2009 02:18

Ungir sjálfstæðismenn vilja dollara á Íslandi

Í ályktun sem stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur samþykkt hvetur félagið til þess að nú þegar verði hafið samstarf við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um að taka upp Bandaríkjadal í viðskiptum á Íslandi. “Ungir sjálfstæðismenn telja því miður einsýnt að tilraunir til þess að halda íslensku krónunni séu líklegar til þess að mistakast með miklum tilkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Nýsamþykkt gjaldeyrishöft, sem meðal annars banna útflytjendum að kaupa krónur í erlendum bönkum til heimflutnings, undirstrika hversu vonlaus staðan er. Á meðan gengi gjaldmiðilsins fær ekki að ráðast á markaði munu stjórnvöld þurfa að grípa til sífellt harðari aðgerða til þess að verja gervigengið í Seðlabankanum. Þær aðgerðir fela annars vegar í sér höft og hins vegar fjárútlát.”

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur er í hópi þeirra sem telja að ómögulegt sé annað en taka upp nýjan gjaldmiðil. Hann hefur bent á að einungis séu tvær mögulegar leiðir fyrir Íslendinga út úr gjaldeyris vandræðum sínum. Annars vegar að sækja um myntbandalag og taka upp evru og hinsvegar að taka upp dollar sem gjaldmiðil. Það segir hann skilvirkustu og fljótlegustu leiðina til að hægt verði að lækka vexti og afenema verðtrygginguna.

 

Ungir sjálfstæðismenn benda á að gengi íslensku krónunnar á Íslandi er of hátt skrifað og erlendis er gengi hennar of lágt. Seðlabankinn niðurgreiðir þannig krónuna á íslenskum markaði. Mismunurinn sem myndast milli þessara tveggja, fölsku gengisskráninga er sóun. “Ungir sjálfstæðismenn skora á stjórnmálamenn allra flokka að láta lokið baráttu við vindmyllur. Annað hvort þarf að gefa viðskipti með krónuna frjáls og taka þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér, eða að taka upp annan gjaldmiðil sem nýtur trausts í alþjóðlegum viðskiptum. Sú leið að taka upp annan gjaldmiðil er líklegri til árangurs heldur en áframhaldandi og síaukin höft í viðskiptum og stórkostleg fjárútlát Seðlabankans og ríkissjóðs.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is