Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2009 02:16

Þrír mánuðir án reyks úr strompi Sementsverksmiðjunnar

Ekki hefur rokið úr strompi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi síðan 10. janúar sl. og ofn verksmiðjunnar verður ekki gangsettur að nýju fyrir en um það leyti sem Íslendingar ganga að kjörborðinu 25. apríl nk. Vegna kólnunar á byggingar- og fasteignamarkaði gera áætlanir forsvarsmanna Sementsverksmiðunnar ráð fyrir af afkastageta verksmiðjunnar verði ekki nýtt nema rúmlega 70% á þessu ári. Framleiða þessa árs verði 90.000 tonn og gangi þær áætlanir eftir mun framleiðsla verksmiðjunnar minnka um 30.000 tonn annað árið í röð. Í fyrra var hún 120.000 tonn og þar áður, árið 2007 150.000 tonn, sem þá var algjört toppár í sementssölu og þurfti þá að kaupa talsvert af gjalli til framleiðslunnar, enda er ársafkastageta Sementsverksmiðunnar 130.000 tonn.

Venjulega er á þessum tíma ársins gert um þriggja vikna ofnstopp í verksmiðjunni, en vegna birgða og minnkandi sölu á síðari hluta liðins árs, var slökkt á ofninum í byrjun ársins og ofnstoppið því verið mun lengra en áður. Sement hefur þó verið framleitt í verksmiðjunni á tímabilum þessa síðustu mánuði.

Gunnar H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar telur að verksmiðjan hafi verið með hátt í 60% hlutdeild af innanlandsmarkaði á síðasta ári, í samkeppninni við innflutt sement. Aðspurður segir Gunnar að það gefi auga leið að þegar slíkur samdráttur verði á markaðnum eins og nú, verði reksturinn þyngri. Hann á þó ekki von á því að til fækkunar starfsfólks komi. „Við nýtum betur okkar mannskap, minna er um yfirvinnu og minna um aðkeypta verktöku,“ segir Gunnar H. Sigurðsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is