Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. apríl. 2009 02:03

Útskrifað úr Grunnmenntaskólanum á Snæfellsnesi

Síðastliðinn laugardag voru 13 nemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn úr Grunnmenntaskólanum á  Snæfellsnesi. Barbara Fleckinger verkefnastjóri stjórnaði athöfninni og lýsti í stuttu máli starfinu í skólanum í vetur. Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar hélt hátíðarræðu, Ester Friðriksdóttir talaði fyrir hönd nemenda og Stefán Heiðarsson hélt skemmtilega myndasýningu sem varpaði ljósi á athafnasemi og gleði nemenda í skólanum í vetur. Á milli atriða nutu nemendur og gestir ljúfra tóna frá Sigurði Höskuldssyni, en hann spilaði á gítar og söng frumsamið efni.

Þetta er í annað sinn sem Grunnmenntaskólinn er starfræktur á Snæfellsnesi en alls hafa 36 einstaklingar á Snæfellsnesi lokið námi í skólanum; 34 konur og 2 karlar. Meðalaldurinn er 45 ár. Kennsla fór fram í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

“Mikil ánægja hefur verið meðal þátttakenda með námið í Grunnmenntaskólanum og var ekki annað að heyra á meðal nýútskrifaðra nemenda en að hugur væri í þeim að halda áfram á menntabrautinni og hvetja fleiri til að taka þátt í Grunnmenntaskólanum,” sagði Inga Dóra Halldórsdóttir í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is