Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. apríl. 2009 08:06

Berjast áfram þrátt fyrir mikinn samdrátt á markaði

Einar Þorsteinsson
„Það er eins hjá okkur og í álinu að markaðsaðstæður eru mun erfiðari en áður og greinilegt að neyslan er að dragast mikið saman í Evrópu og út um allan heim. Við berjumst þó áfram og ég er bjartsýnn á að við komumst í gegnum þetta án þess að þurfa að fækka starfsfólki,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi sem rekur Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, í samtali við Skessuhorn.  Einar segir að verksmiðjan á Grundartanga njóti góðs af því að vera hluti af norsku samsteypunni og samdrátturinn hjá Elkem eigi sér stað annarsstaðar en á Íslandi. Sem dæmi um þann mikla samdrátt sem orðið hefur á markaðnum, nefnir Einar 60% samdrátt í stáliðnaði og 50% í bílaframleiðslu í Evrópu.

Í Járnblendiverksmiðjunni starfa um 200 manns og að mati Einars eru 100 störf til viðbótar á svæðinu tengd verksmiðjunni. Aðspurður um hvernig málin stæðu gagnvart staðsetningu sólarkísilverksmiðju Elkem, sem Grundartangi slæst um ásamt þremur stöðum í heiminum, þar á meðal Kanada, segir Einar að staðan sé nákvæmlega eins og hún var fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Efnahagsástandið í heiminum er ekki til að flýta fyrir þessum málum og mér sýnist að þau geti dregist þess vegna,“ segir Einar, en þeir sem gerst þekkja telja að valið standi aðallega á milli Kanada og Íslands fyrir staðsetningu væntanlegrar sólarkísilverksmiðju. Eftir miklu er að slægjast þar sem að talið er að í umræddri verksmiðju verði 200-300 störf.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is