Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. apríl. 2009 09:05

Hjartalæknar opna móttöku á Akranesi

Eins og margir vita hefur þjónusta við hjartasjúklinga á Vesturlandi verið afar takmörkuð síðastliðið ár eftir að hjartalæknir sem hafði verið starfandi þar til margra ára hætti störfum. Nú er svo komið að enginn slíkur sérfræðingur er starfandi á Akranesi.  Þetta hefur komið sér illa fyrir marga og ekki síst aldraða sem þurfa á þjónustu hjartalækna að halda.  Hjartalæknarnir Atli Einarsson og Hrjóbjartur Darri Karlsson hafa nú ákveðið að koma á fót hjartalæknamóttöku á Akranesi. “Mun hjartalæknir koma a.m.k vikulega og er ráðgert að þar verði hægt að bjóða upp á allar þær rannsóknir sem nauðsynlegar eru svo sem hjartalínurit, áreynslupróf, hjartaómanir og sólarhringslínurit.

Ráðgert er að starfsemin verði til húsa í verslanakjarnanum við Dalbraut. Búið er að sækja um öll tilskilin leyfi og ráðgert að hefja framkvæmdir sem fyrst. Starfsemin ætti að geta hafist einhvern tímann í maí næstkomandi. Frekari upplýsingar um opnunardag og símanúmer verða kynnt þegar nær dregur,” segir þeir Atli og Hróbjartur Darri í fréttatilkynningu.

 

Þá segja þeir í tilkynningu sinni að einnig sé ráðgert að með tilkomu þessarar aðstöðu muni aðrir sérfræðilæknar bjóða upp á þjónustu sína. Þeir segjast hafa kynnt þessi áform sín fyrir ýmsum aðilum á Vesturlandi og sé mikil ánægja með að verið sé að koma upp slíkri læknamóttöku íbúum Vesturlands til heilla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is