Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. apríl. 2009 12:03

Vatnverksmiðjan í sátt við umhverfið og mikil atvinnusköpun

Kristinn Jónasson
Málefni eigenda væntanlegrar vatnsverksmiðju Iceland Glacier Product í Rifi á Snæfellsnesi hafa talsvert verið til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Sæta þeir m.a. rannsókn kanadíska fjármálaeftirlitsins. Í umfjöllun nokkurra fjölmiðla að undanförnu hafa forsvarsmenn Snæfellsbæjar verið gagnrýndir meðal annars fyrir að gefa ekki upp innihald og lengd samningsins um vatnsréttinn. Fram til þessa hafa þeir litlu svarað þeim fjölmiðlum sem sóst hafa eftir þessum upplýsingum. Í viðtali Skessuhorns við Kristinn Jónasson bæjarstjóra í Snæfellsbæ kemur fram að bjartsýni ríkir í bæjarfélaginu um að verksmiðjan verði að veruleika og að staðið verði við þá samninga sem gerðir hafa verið. Ljóst sé að verksmiðjan muni skapa tugi starfa og því séu verulegir hagsmunir í húfi að ekki verði bakslag í fyrirætlunum með uppbygginguna.

Þegar er byrjað að byggja verksmiðjuhúsið sjálft og leggja vatnslögn að svæðinu. Kristinn segir að hagur Snæfellsbæjar til lengri tíma verði fyrst og fremst þær útsvarstekjur sem verða til hjá fólkinu sem mun vinna við vatnsverksmiðjuna. Einnig aðrar tekjur eins og til dæmis fasteignagjöld og hafnargjöld auk afleiddra starfa sem af verksmiðju sem þessari hlýst.  “Ég fullyrði að flest allir íbúar Snæfellsbæjar eru ánægðir með að vatnsverksmiðjan skuli rísa í Rifi og þeir bíða spenntir eftir að hún taki til starfa,” segir Kristinn.

 

Þá er rætt um í viðtalinu hvernig ríkið hefur staðið að öflun starfa í sveitarfélaginu á undanförnum árum og segir Kristinn að í hvert sinn sem slíkt gerist sé nánast litið á það sem ölmusa af stjórnmálamönnum í Reykjavík. Hann heldur því fram að ekki hafi verið staðið við fyrirheit og nefnir hann kyrrstöðu í uppbyggingu starfsemi Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem dæmi. “Okkur hefur farnast best þegar við höfum sjálf stuðlað að uppbyggingu atvinnustarfsemi á okkar forsendum og án beinnar aðkomu ríkisvaldsins. Þannig verður það einnig í málefnum vatnsverksmiðjunnar,” segir Kristinn Jónasson.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Kristinn í Skessuhorni sem kemur út í dag

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is