Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2009 10:05

Góðar ferðareglur fyrir páskana

Nú um páskana leggja margir landsmenn land undir fót og mikilvægt er að allir fari með gát. Veðurspá fyrir páskafríið lítur þokkaleg út, en segja má að nánast allir landshlutar fái flestar tegundir af veðri. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga, áður en lagt er af stað í ferð um landið, sama hvort er á láglendi eða hálendi, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys.  Ef ferðast er um láglendið: Fylgist með veðurspá, gáið að ástandi hjólbarða og hreinsið tjöru af þeim, enda getur víða verið hálka eða hálkublettir. Verið viss um að rúður séu hreinar, sólin er lágt á lofti og blindar auðveldlega. Stillið aksturshraðann miðað við aðstæður en þó aldrei umfram hámarkshraða. Hafið beltin spennt og tryggið öryggi barnanna. Munið að akstur og áfengi fer aldrei saman, hvort sem ferðast er um láglendi eða hálendi, eða í útilegum á hálendinu.

Ef farið er í sund, hafið öryggisbúnað á þeim börnum sem ekki eru synd og sleppið ekki af þeim sjónum.

Ef dvalið er í húsnæði sem fjölskyldan þekkir ekki, skoðið það þá vel með tilliti til öryggis.

Ef ferðast er um hálendið: Fylgist með veðurspá. Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum.  Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um. Hafið með góðan hlífðarfatnað. Takið með sjúkragögn og neyðarfæði. Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þessi tæki.

Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað. Ferðist ekki einbíla. Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur.

Ef ferðast er í bíl: Spennið beltin og tryggið öryggi barnanna.

Notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða eða skíðum. Metið svæði með tilliti til snjóflóðahættu, farið ekki um það ef snjóflóð hafa fallið og athugið að nokkuð er um hengjur efst í fjöllum. Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is