Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2009 09:05

Stefnt að opnun nýs skemmtistaðar um páskana

Forráðamenn nýs skemmtistaðar í Borgarnesi stefna á að hefja starfsemi um páskahelgina fái þeir afgreidd öll tilskilin leyfi í tíma. Staðurinn hefur fengið nafnið B 57 og er til húsa í fyrrum verslunarhúsnæði að Borgarbraut 57. Rekstraraðili nýja skemmtistaðarins er fyrirtækið Borgfirska mafían ehf. en eigendur þess eru félagarnir Guðmundur Skúli Halldórsson, Fannar Þór Kristjánsson og Brynjar Berg Guðmundsson.

“Við stefnum á að ef afgreiðsla leyfa nær í gegn nú fyrir bænadagana að halda fyrstu skemmtunina eftir miðnætti föstudaginn langa. Þá verður dansleikur einnig eftir miðnætti páskadag þar sem hljómsveitin Upplyfting mun leika og verður aldurstakmark þar 20 ár.

B 57 verður skemmtistaður, við verðum auk þess með flatskjá og sýnum íþróttaleiki og munum brydda upp á ýmsum nýjungum. Þá tökum við fagnandi öllum góðum hugmyndum frá fólki. Við höfum nú þegar gert samkomulag um ákveðin kvöld í viku þar sem félagasamtök vilja nýta húsnæðið,” sagði Guðmundur Skúli Halldórsson í samtali við Skessuhorn.

 

Byggðaráð Borgarbyggðar á eftir að staðfesta umsögn sveitarfélagsins vegna skemmtistaðarins, en það verður væntanlega gert í dag á fundi ráðsins. Óformleg kynning á væntanlegri starfsemi gagnvart næstu nágrönnum hefur farið fram og bárust nokkrar athugasemdum frá þeim. Það er hins vegar sýslumaður sem gefur út skemmtanaleyfi að fenginni umsögn meðal annars frá skipulags- og byggingarnefndar sem byggðaráð þarf að staðfesta, frá slökkviliðsstjóra, heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti sem framkvæma þarf úttekt á staðnum. Forsvarsmenn B 57 vonast hins vegar til að leyfið fáist í síðasta lagi í dag, miðvikudag.

 

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar í gær fór nefndin yfir fram komnar athugasemdir íbúa en athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Kjartansgötu 20 og 23. Nefndin tekur undir áhyggjur íbúa Kjartansgötu nr. 20 vegna aukinnar umferðar við Kjartansgötu og beinir því til sveitarfélagsins að aðkomu að lóð Borgarbrautar 57 um Kjartansgötu, verði lokað. Jafnframnt beinir nefndin því til sveitarstjórnar að tekið verði tillit til framkominna athugasemda við umsögn til sýslumanns um leyfi fyrir starfsemina.  Í ljósi þess að fyrirhuguð starfsemi samræmist gildandi miðbæjarskipulagi svæðisins, samþykkti nefndin erindið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is