Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. apríl. 2009 03:13

Ögmundur staðfestir sameiningu heilbrigðisstofnana

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir að samfélagsleg samstaða sé um sameiningu heilbrigðisstofnana á norðvestanverðu landinu. “Það er komin niðurstaða í þetta mál og það er ákveðið að sameina heilbrigðisstofnanirnar á Akranesi og Borgarnesi, heilbrigðisstofnanirnar á Snæfellsnesi, Dölum og þar með Reykhólum, Hólmavík og Hvammstanga í eina,” segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra í samtali við Skessuhorn. Alls eru þetta átta heilbrigðisstofnanir, sem verða sameinaðar undir einn hatt samkvæmt tillögum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrirrennara Ögmundar frá því fyrr í vetur.

 

 

Ögmundur segir að full sátt sé um þessa sameiningu meðal forsvarsmanna heilbrigðisstofnanna í landshlutanum og sveitarstjórnarmanna á stöðunum, annars hefði þessi sameining ekki orðið að veruleika. Svör hefðu nú borist frá Hvammstanga en þar hefðu menn velt fyrir sér hvort heilbrigðisstofnunin ætti að starfa áfram ein og sér eða sameinast í austur eða vestur. Vestur hefði orðið niðurstaðan og nú hefði hann í höndunum undirritun þess efnis bæði frá stjórn heilbrigðisstofnunarinnar á staðnum og sveitarstjórn.

 

“Það er mjög ánægjulegt að samfélagsleg samstaða hafi náðst um þetta mál. Menn hafa hingað til verið að þreifa sig áfram í sameiningarmálum heilbrigðisstofnana með reglustiku og landakort að vopni en það bara gengur ekki. Samfélagsleg sátt þarf að vera um heilbrigðismál. Næsta skrefið verður að gefa út reglugerð um sameininguna. Síðan er sjálfblekungurinn tilbúinn í að honum verði beitt við undirritun samkomulags um sameininguna fljótlega eftir páska,” segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is