Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2009 12:02

Skrifað undir samning um nýja björgunarstöð

Samningurinn handsalaður. Ljósm. Stefán Ingvar Sig.
Í gærkvöldi skrifuðu Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Slysavarnadeild Helgu Bárðardóttir á Hellissandi undir verksamning við Nesbyggð ehf. vegna húsbyggingar í Rifi. Samningurinn felur í sér að Nesbyggð mun byggja nýja björgunarstöð við Hafnargötu 1 í Rifi og skila húsinu fokheldu og fullkláruðu að utan eigi síður en 15. september í haust. Húsið verður steinsteypt 600 fermetrar að stærð með 220 fm steyptu millilofti þar sem félagsaðstaða, stjórnstöð, eldhús og borðsalur verða. Á neðri hæð hússins er búningsaðstaða, búnaðargeymsla auk 380 fm bíla- og tækjageymslu. Eins og fyrr segir mun Nesbyggð skila húsinu fullkláruðu að utan, flísaklæddu og með öllum hurðum, gluggum og fimm stórum innkeyrsluhurðum. Auk þess mun Nesbyggð annast alla jarðvinnu og pípulögn í grunni.   Verksamningurinn hljóðar uppá 52 miljónir króna og er þá allt innifalið að undanskildum gatnagerðargjöldum, byggingarleyfisgjöldum, rafmagns- og vatnsinntaki.

“Eins og gefur að skilja er þetta stór biti fyrir þessi félagasamtök en stór þáttur í því að þetta er hægt er að Nesbyggð lánar til verksins 20 miljónir til fimm ára vaxtalaust með einum gjalddaga á ári. Þá samþykkti bæjarstjórn Snæfellsbæjar á dögunum að kaupa Líkn á Hellissandi sem og að fella niður öll gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld af húsinu. Þá var send inn á öll heimili og fyrirtæki í Snæfellsbæ beiðni um styrk og gekk sú söfnun framar öllum vonum. Það dylst engum hve mikil nauðsyn þessi húsbygging er. Núverandi húsnæði eru sprungið utan af starfsemi okkar og búnaði og mun nýja húsið stytta viðbragðstíma og samhæfa öll björgunarstörf hvort sem það er til lands eða sjóss,” segir Halldór Sigurjónsson ritari Lífsbjargar.

 

Hann segir að bæði Lífsbjörg og Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir vilji nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa veitt þessum stóra áfanga brautargengi með styrkjum og hlýhug. “Hvar sem við höfum komið og kynnt okkar mál höfum við verið hvött áfram og spilar það stærsta hlutverkið í því að þetta er loksins að verða að veruleika,” segir Halldór Sigurjónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is