Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2009 07:24

Margir vildu Veiðilækinn berja augum

Ljósm. Mats Wibe Lund
Nokkrir forvitnir ferðalangar hugðust nú um páskahelgina leggja leið sína að jörðinni Veiðilæk í Borgarfirði, en þar er eins og kunnugt er hálfbyggð glæsivilla fyrrum forstjóra Kaupþings banka. Stærð húsakosts og íburður, kostnaður við bygginguna og meint fjármögnun hennar hefur talsvert verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur og vakið upp reiði fólks en jafnframt forvitni sumra. Vegurinn að Veiðilæk liggur vestan við svokallaðan Hallarmúla. Þetta er fremur fáfarinn sýsluvegur sem að sumarlagi er þokkalega akfær milli Þverárhlíðar og Norðurárdals. Frá Þverárhlíð hefur vegurinn verið byggður upp vegna framkvæmdanna á Veiðilæk en ekki ekki fengið sambærilegt viðhald frá Veiðilæk og í Norðurárdal. Nú bregður svo við að margir malarvegir í héraðinu eru ófærir sökum aurbleytu og lentu nokkrir forvitnir ferðalangar í talsverðum vandræðum af þeim sökum um helgina, það er að segja þeir sem hugðust aka Norðurárdalsmegin að Veiðilæk. Einn þeirra var veðurfræðingur einn ónefndur, kenndur við allhvassan vind, en hann mun hafa misst bíl sinn á bólakaf í forarpytt á þessari leið.

Meðfylgjandi mynd er tekin að sumarlagi þar sem horft er í norðurátt frá jörðinni Veiðilæk þar sem ægifagurt útsýni er upp Norðurárdal. Myndin er frá tíð eldri bygginga á Veiðilæk og sjást fjárhús á henni sem nú eru farin, en glæsivillan hálfbyggða er þar sem sjá má glitta í þrjá bíla hægra megin við þau.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is