Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. apríl. 2009 01:03

Skorið grimmt niður til viðburða á Akranesi

Mun minni fjármunir renna að þessu til skipulagðra dagskrárviðburða
Ljóst er að umtalsverðar breytingar verður á viðburðadagskrá  á Akranesi á þessu ári frá þeim síðustu, þar sem Akraneskaupstaður lætur nú mun minni peninga til þessara verkefna en áður. Þetta er sá liður þar sem niðurskurðarhnífnum hefur verið beitt hvað grimmast. Bærinn ver átta milljónum í viðburði á þessu ári í stað rúmlega 20 milljóna á síðasta ári, að sögn Tómasar Guðmundssonar framkvæmdastjóra Akranesstofu. Þar af fóru 13 milljónir í Írska daga í fyrra og ljóst að þar verður að draga úr umfangi til muna. Tómas segir og meiri og minni breytingar verði á flestum hátíðum þar sem dregið verði úr kostnaði Akraneskaupstaðar frá því sem verið hefur. Þannig verður t.d. stóra kvöldsamkoman á Írskum dögum felld niður og í staðinn settir minni viðburðir í bænum. Þá verður líklega einnig felld niður skemmtun sem verið hefur að kvöldi þjóðhátíðardagsins.

„Við horfum meira til fjölskylduumhverfisins, svo sem götugrillanna. Þrátt fyrir gjörbreyttan brag á Írskum dögum núna verðum við með fjölbreytta dagskrá. Núna leitum við meira í viðburðahaldinu til gamla upprunans, „maður er manns gaman“ og byggjum enn meira á framlagi heimaaðila,“ segir Tómas. Hann segir að endanleg viðburðadagskrá liggi ekki fyrir, en þessi endurskoðun muni bitna á öllum viðburðum sem Akranesstofa kemur að á árinu, líka menningardagskránni Vökudögum í haust.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is