Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2009 08:05

Auka framlög til LÍN

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að auka framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 660 milljónir króna til að koma til móts við þarfir stúdenta sem vilja stunda nám í sumar. Einnig var samþykkt að menntamálaráðherra ræddi við háskólana um framboð lánshæfra sumarnámskeiða í sumar.  Mikil óvissa ríkir um atvinnumál stúdenta í sumar en gera má ráð fyrir að allt að 5.000 námsmenn verði án vinnu yfir sumarmánuðina og eigi rétt á atvinnuleysisbótum. Menntamálaráðherra telur mikilvægt þess í stað að beina stúdentum að námi í sumar. Ákvörðun ríkisstjórnar um 660 milljóna króna viðbótarframlag til LÍN gerir sjóðnum kleift að veita lán til námsmanna fyrir allt að einn og hálfan milljarð króna. Unnið er að nánari útfærslu í samráði við stjórn LÍN.

Í þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar felst að forgangsraðað er í þágu menntunar. Ávinningurinn fyrir samfélagið felst í meiri virkni stúdenta í sumar og stuðlar þannig að því að þeir útskrifist fyrr með prófgráður.  Menntamálaráðherra mun á næstu dögum ræða við rektora háskólanna um fyrirkomulag námsins í sumar og hvernig verði best komið til móts við nemendur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is