Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2009 01:03

SHA setur reglur um heimsóknir frambjóðenda

Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) hefur sent framboðum fyrir komandi alþingiskosningar tilkynningu sem samþykkt var af framkvæmdastjórn SHA fyrir skömmu. Þar segir að framboðum, sem valið hafi fulltrúa á lista sína fyrir komandi alþingiskosingar, sé boðið að heimsækja starfsmenn SHA líkt og tíðkast hafi við kosningaundirbúning liðinna áratuga. Fyrirkomulag og fyrirgreiðsla verði með sama hætti gagnvart öllum framboðum. Í tilkynningunni kemur fram að fulltrúum sé boðin aðstaða í fundarstofu, við hlið matsalar starfsmanna, til viðræðna við starfsfólk sem áhuga hafi á að hitta frambjóðendur.

 

 

Framkvæmdastjórn SHA leggur til að heimsóknir framboða verði í tengslum við matmálstíma starfsmanna á tímabilinu frá kl. 11:30 til 13:00 en starfsmenn sjálfir hafa látið í ljósi ósk um að kynningar fari ekki fram í matsalnum sjálfum. Þá segir í tilkynningunni að forráðamenn SHA séu reiðubúnir að auglýsa og kynna komu frambjóðenda með rafpósti sem berst um alla stofnunina en tilkynning eða ósk frá frambjóðendum þurfi að beras með a.m.k. sólarhrings fyrirvara.

 

Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri SHA segir að framkvæmdastjórnin líti ekki á þetta fyrirkomulag sem bann eða takmörkun við heimsóknum frambjóðenda á nokkurn hátt. Öllu fremur megi skoða þetta sem bætta þjónustu við frambjóðendur. “Því er hins vegar ekki að neita að oft hefur verið um það rætt hvort ekki sé eðlilegt og nauðsynlegt af ýmsum ástæðum að takmarka umgang um svæði sjúklinga eða að veita þeirri umferð í samræmdan farveg. Með þessu erum við að samræma viðmót stofnunarinnar gagnvart öllum framboðum, þannig að ekki sé tilviljunum háð hverjir fái drjúgan tíma og hverjir ekki. Slíkt hefur oft ráðist af önnum og aðstæðum stjórnenda hér innan dyra,” segir Guðjón. Hann segir að komið hafi fyrir að frambjóðendur hafi verið að hringja með klukkutíma fyrirvara sem sé of stuttur tími. “Hins vegar ef frambjóðendur vilja skoða eitthvað sérstaklega á sjúkrahúsinu má vel finna farveg fyrir það,” segir Guðjón Brjánsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is