Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2009 07:38

Vinnuvernd með kynningu á Vesturlandi

Valgeir Sigurðsson
Ráðgjafar Vinnuverndar ehf. verða á Vesturlandi dagana 27.-30. apríl næstkomandi og bjóða þá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum þjónustu á sviði heilsueflingar, vinnuverndar og heilsuverndar. Vinnuvernd er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig á þessum sviðum en hjá Vinnuvernd starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, vinnuvistfræðingur og sálfræðingar sem allir sinna fjölbreyttum verkefnum. Alls er 12-14 manna teymi sem starfar hjá Vinnuvernd. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjavík en hefur í gegnum tíðina sinnt ýmsum verkefnum hjá fyrirtækum og stofnunum hér í landhlutanum.

„Nú er meiningin að efla þessa þjónustu og því verða ráðgjafar okkar á ferðinni nú í lok mánaðarins á Vesturlandi. Vinnuvernd hefur viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins sem fullgildur þjónustuaðili á sviði vinnu- og heilsuverndar,“ segir Valgeir Sigurðsson hjá Vinnuvernd.

 

Hann segir að almennt séð sé vinnuverndarstarf forvarnarstarf sem lýtur að því að koma í veg fyrir að fólk skaðist á nokkurn hátt í störfum sínum og líði vel í vinnunni; andlega, líkamlega og félagslega. „Heilsuefling á vinnustað gengur hins vegar lengra og er markmið hennar ekki einungis að koma í veg fyrir vandamál heldur að bæta og efla heilsu og líðan,“ segir Valgeir.

Samkvæmt lögum ber fyrirtækjum að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur á sviði vinnuverndar og er ein krafan framkvæmd áhættumats. Að sögn Valgers er áhættumat ferli þar sem vinnuumhverfið og vinnuskilyrði eru metin á kerfisbundinn hátt með það að markmiði að fjarlægja áhættuþætti eða lágmarka áhrif þeirra. „Þetta er vinna sem hvert fyrirtæki þarf að fara í gegnum og hefur Vinnuvernd m.a. aðstoðað við þá vinnu. Á Vesturlandi er meiningin að bjóða fyrirtækjum upp á vinnustaðaúttektir, aðstoð við gerð áhættumats, heilsufarsmælingar á vinnustað, fræðslu og fleira,“ segir Valgeir Sigurðsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is