Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2009 01:03

Áburði og girðingastaurum skipað á land á Akranesi

Síðustu tvo daga hefur rúmum 2.000 tonnum af áburði verið landað úr hollenska skipinu Wilson Antwerp á Akranesi. Það er Fóðurblandan sem flytur áburðinn inn í nafni Áburðarverksmiðunnar. Pétur Pétursson hjá Fóðurblöndunni segir þennan áburð fara um mest allt Vesturland, eða um Borgarfjörð, Snæfellsnes og að Reykhólum. Hins vegar fái Dalamenn sinn áburð úr skipi sem losar á Hvammstanga. “Þessi áburður kemur frá pökkunarstöð sem við erum með í Tallin í Eistlandi en hráefnið í hann kemur frá mörgum Evrópulöndum, aðallega Austur-Evrópu. Frá Akranesi koma svo ýmis flutningafyrirtæki að því að dreifa áburðinum til bænda og í einhverjum tilfellum ná þeir sjálfir í áburðinn,” sagði Pétur í samtali við Skessuhorn.

 

 

Áburðarverð hækkaði um 80% í fyrra og segir Pétur hækkunina núna vera um 30-40%. “Við erum að kaupa þetta í dollurum og það hefur komið heldur betur út gagnvart krónunni en ef aðrir gjaldmiðla væru notaðir.”

 

Auk áburðar kom skipið með mikið af girðingastaurum úr lerki, sem einnig koma frá Eistlandi. “Við nýtum áburðarskipin til að flytja girðingastaurana og náum þannig niður flutningskostnaði. Það er óhemju mikið notað af þessum staurum, enda hafa þeir reynst vel,” segir Pétur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is