Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2009 09:03

Fundur með frambjóðendum um sjávarútvegsmál

Frá höfninni í Rifi
Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi og Útvegsmannafélag Snæfellsness hafa boðað til sameiginlegs fundar með efstu mönnum á listum framboðanna í Norðvesturkjördæmi. Fundurinn verður öllum opinn og fer fram í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík mánudagskvöldið 20. apríl og hefst klukkan 20. Alexander F. Kristinsson formaður Snæfells, segir í samtali við Skessuhorn, að með þessu vilji smábátaeigendur og útgerðarmenn stærri báta fá svör hjá frambjóðendum um hvað þeir vilji gera í sjávarútvegsmálum og skýringar á framkvæmdinni.

 

 

“Þótt við smábátaeigendur séum ekki alltaf sammála stóru útgerðarmönnunum, þá eigum við nú margt sameiginlegt með þeim og getum alveg talað við þá. Frambjóðendur hafa verið að henda ýmsu fram að undanförnu sem snertir sjávarútveg og við viljum bara fá skýr svör hjá þeim um hvernig þeir ætli að framkvæma stefnumál sín. Þetta skiptir allt mjög miklu máli fyrir okkur Snæfellinga og mikilvægt að frambjóðendur rökstyðji sitt mál,” segir Alexander.

 

Flestir frambjóðendur hafa nú svarað jákvætt boði um að koma á fundinn og Alexander vonast eftir góðri mætingu. “Þarna verða framsöguerindi og síðan geta fundargestir spurt frambjóðendur út í sjávarútvegsmálin,” segir Alexander F. Kristinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is