Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2009 03:35

Byggðakvóti út en strandveiðar inn

Frá Rifi á Snæfellsnesi
Ríkisstjórnin lýsti á fundi sínum þann 14. apríl sl. yfir stuðningi við þau meginsjónarmið sem felast í áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að fresta úthlutun byggðakvóta á þessu fiskveiðiári til að skapa svigrúm fyrir breytta stefnu til styrkingar og örvunar atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum. Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra áformar að koma á nýjum flokki veiða, strandveiðum, þar sem heimilaðar verði frjálsar handfæraveiðar við ströndina. Strandveiðarnar eiga annars vegar að takmarkast af þeim heildarafla sem ráðstafað er sérstaklega í þessu skyni og hins vegar af stærð báta. Gert er ráð fyrir að þær verði til reynslu í fyrstu en síðan metið hvernig til hafi tekist og framhaldið ákveðið.

 

 

 

Í frétt frá ráðuneytinu segir að markmiðið sé nýting sjávarauðlindarinnar á nýjum grunni þar sem frjálsar veiðar verði leyfðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Þá segir að núverandi fiskveiðistjórnun sé gagnrýnd fyrir að erfitt sé fyrir nýjar útgerðir að hefja veiðar í atvinnuskyni. Með strandveiðunum opnist takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki þurfi að vera handhafar veiðiheimilda og þannig geti til dæmis ungt og áhugasamt fólk auðveldlega aflað sér reynslu og þekkingar um leið og sveigjanleiki sé aukinn. Nýja kerfið kemur í stað byggðakvótans en fyrirkomulag hans hefur verið umdeilt og valdið margvíslegum þrætumálum.

 

Áformað er að ráðstafa 6.127 tonnum af óslægðum botnfiski til strandveiðanna en það eru þær heimildir sem mynduðu byggðakvótann. Þá er gert ráð fyrir 2.500 tonnum til viðbótar sem ráðherra ákveður. Öllum verður frjálst að stunda þessar veiðar sem uppfylla þau almennu skilyrði sem sett verða.

Nú eru 720 bátar skráðir haffærir undir 15 brúttótonnum og hafa 650 þeirra stundað fiskveiðar í atvinnuskyni á síðastliðnum árum. Á 350 af þessum bátum eru bundnar varanlegar aflaheimildir en til viðbótar eru 140 bátar með varanlegar aflaheimildir en ekki með gilt haffærnisskírteini. Auk þess er ótilgreindur fjöldi báta sem varanlegar aflaheimildir eru ekki bundnar við og hafa ekki gilt haffærnisskírteini.

 

Meðal skilyrða er að bátur sé ekki stærri en 15 brúttótonn, réttur til strandveiða komi í hlut hinna dreifðu sjávarbyggða um allt land, bátar sem fá leyfi til strandveiða mega ekki stunda aðrar atvinnuveiðar á sama tímabil og veiðarnar skapa ekki varanlegan rétt til veiða og enginn réttur verður framseljanlegur. Nánari útlistanir á skilyrðum má finna á veg sjávarúvegs- og landbúnaðarráðuneytisins www.stjr.is 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is