Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2009 12:02

Sjö framboðslistar gildir í Norðvesturkjördæmi

Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hefur staðfest og úrskurðað gilda alla sjö framboðslistana sem boðnir verða fram í alþingiskosningunum 25. apríl næstkomandi. Þetta eru listar Borgarahreyfingarinnar, Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins, Lýðræðishreyfingarinnar, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ríkarður Másson sýslumaður á Sauðárkróki er formaður yfirkjörstjórnar en hann hefur setið í yfirkjörstjórn frá því kjördæmabreytingin var gerð. Ríkarður segir að talning atkvæða fari að venju fram í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Flogið verður með atkvæði frá Ísafirði klukkan 17:15 á kjördag og svo aftur klukkan 23:15. Fyrstu tölur verða birtar fimm mínútum eftir að síðustu kjörstöðum hefur verið lokað, eða um 22:05 á laugardagskvöldið og verða þær lesnar upp í kosningasjónvarpi RUV.

“Auk yfirkjörstjórnar munu 16-18 talningarmenn, líklega um 14 umboðsmenn framboðslistanna auk sjónvarpsmanna frá RUV verða lokaðir af um klukkan 20 á kjörstað en þá hefjum við talningu. Við munum um miðjan laugardag skipta út kjörkössum í stærstu kjördeildunum á Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Blönduósi og Sauðárkróki og byrjum á að telja atkvæði frá þessum stöðum,” sagði Ríkarður í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is