Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2009 07:47

Skeifudagurinn á Mið-Fossum á fimmtudag

Skeifudagur Grana verður haldinn hátíðlegur í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands að Mið-Fossum á sumardaginn fyrsta. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Keppt verður um Gunnarsbikarinn, sem gefinn er af Bændasamtökum Íslands í minningu Gunnars Bjarnasonar fyrrum hrossaræktarráðunautar og kennara á Hvanneyri. Ennfremur verður  Morgunblaðsskeifan afhent þeim nemenda LbhÍ sem stendur sig best í reiðmennsku- og frumtamninganámi vetrarins. Kennarar í vetur voru Reynir Aðalsteinsson og Jakob S Sigurðsson.

Á liðnu hausti hófst nám í reiðmennsku á vegum endurmenntunardeildar LbhÍ og hlaut verkefnið nafnið Reiðmaðurinn. Reynir Aðalsteinsson er aðalkennari og hugmyndasmiður þessa náms. Hann hefur nú gefið farandbikar sem nemendur í Reiðmanninum munu keppa um árlega og á Skeifudaginn mun fara fram fyrsta úrslitakeppni um Reynisbikarinn. Reynir mun kynna og sýna uppsetningu að nýrri töltkeppni sem hann hefur verið að þróa. Einnig verða margvísleg skemmtiatriði milli þess sem nemendur koma fram og sýna afrakstur vetrarstarfsins. Dagskráin Skeifudagsins hefst kl. 12:30 á Mið Fossum. Að lokum má geta þess að hestamannafélagið Grani stendur fyrir happdrætti þar sem dregið verður um fjölda glæsilegra folatolla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is