Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2009 04:03

Vestlensk kvennaverkefni fá myndarlega styrki

Þrjú verkefni við Breiðafjörð hlutu styrki. Myndin er frá Reykhólum
Umhverfisvænar byggingareiningar, táknmálsvefur, rjómabú, baðhús í Stykkishólmi, þaraböð á Reykhólum, örlitameðferð til að bæta útlit eftir veikindi eða slys og hólkar úr bylgjupappír sem nota má sem skilrúm eru á meðal þeirra viðskiptahugmynda sem fengu úthlutað úr sjóði félags- og tryggingamálaráðuneytis til atvinnumála kvenna að þessu sinni. Úthlutað var styrkjum í dag. Alls barst 261 styrkumsókn en umsóknir hafa aldrei verið fleiri síðan byrjað var að veita styrkina árið 1991, en til úthlutunar voru 25 milljónir króna sem runnu til 38 viðskiptahugmynda. Námu hæstu styrkirnir tveimur milljónum króna en þeir lægstu 300 þúsundum. Meðal hæstu styrkja eru þrír sem fara á vestanvert landið; í Stykkishólm, Dali og á Reykhóla.

Tvær viðskiptahugmyndir fá úthlutað tveimur milljónum króna. Annar styrkurinn er til vöruþróunar og markaðssetningar á umhverfisvænum byggingareiningum en hinn til þróunar táknmálsvefs þar sem hægt er að læra táknmál og fræðast um menningu og sögu táknmálsins.

 

Rjómabúið á Erpsstöðum í Dölum hlaut 1,8 milljón króna til markaðs- og vöruþróunar hugmyndar um rjómabú á Erpsstöðum þar sem framleiða á ýmsar vörutegundir eins og ís, eftirrétti og osta. Verkefni sem annars vegar snýst um baðhús sem nýtir heilsuvatnið í Stykkishólmi og hins vegar verkefni um þaraböð á Reykhólum fengu hvort um sig úthlutað 1,5 milljón króna. Auk þessara styrkja var nokkrum smærri úthlutað og komu sumir þeirra í hlut vestlenskra verkefna. Meðal þeirra viðskiptahugmynda sem fengu styrki á bilinu 300–600 þúsundum króna má nefna þróun ungbarnamatar, barnagull, rauntímatæringamælingar og spilið litróf trúarbragða svo fátt eitt sé talið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is