18. apríl. 2009 09:53
"Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup mælist fylgi Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi 9,3% og er það sama fylgi og flokkurinn mældist mest með fyrir Alþingiskosningarnar 2003 og 2007. Sem kunnugt er hefur Frjálslyndi flokkurinn alltaf komið betur út úr kosningum en niðurstöður skoðanakannana hafa gefið til kynna. Miðað við þessa niðurstöðu þá er nokkuð víst að Frjálslyndi flokkurinn fái kjörinn kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi," segir Guðjón Arnar Kristjánsson formaður flokksins í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í dag.
Rétt er að taka það fram að í fréttatilkynningunni er ekki getið um fylgi annarra flokka í NV kjördæmi eða úrtaksstærð í umræddri könnun.