Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. apríl. 2009 11:58

Fjölþætt slökkviliðsæfing í Fíflholtum

Hér logar glatt í Fíflholtahúsinu skömmu áður en þyrlan varpaði vatni niður á eldinn.
Slökkvilið Borgarbyggðar stóð fyrir viðamikilli slökkviliðsæfingu í gær, laugardag, þegar kveikt var í íbúðarhúsinu að Fíflholtum á Mýrum. Húsið hefur ekki verið notað í nokkur ár en jörðin er í eigu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem reka þar sorpurðunarstöð fyrir landshlutann. Slökkviliðsmenn tóku daginn snemma og byrjuðu æfingar klukkan 10 í reykköfun og slökkvistörfum. Eftir hádegið barst þeim síðan liðsauki þegar þyrlusveit Landhelgisgæslunnar mætti á staðinn á TF LÍF. Ákveðið var að gera tilraunir með að nýta tvö þúsund lítra vatnsbelg sem hengdur er neðan í þyrlu og varpa vatni á eld í húsi. Belgur þessi er nýr hjá Landhelgisgæslunni og var keyptur í kjölfar Mýraeldanna vorið 2006. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar  slökkviliðsstjóra gekk æfingin vel og höfðu menn af henni fjölþætt gagn. Ríflega 30 félagar í Slökkviliði Borgarbyggðar tóku þátt í æfingunni.

Sjá myndasyrpu af æfingu slökkviliðsins í Skessuhorni sem kemur út nk. miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is