Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2009 10:24

Ríkið og bændur semja um breytingu á búvörusamningnum

Tekist hefur samkomulag milli forystu bænda og landbúnaðarráðuneytisins um skerðingarákvæði gildandi búfjársamninga í sauðfjár- og mjólkurframleiðslu. Breytingin felur í sér að bændur sætta sig við skerðingu sem stjórnvöld hafa ákveðið á búvörusamningnum með því að afnema vísitölutengingu hans frá síðustu áramótum. Á móti framlengir ríkið samningunum um tvö ár. Gengið var frá samkomulagi þessa efnis sl. laugardag. Gerður er fyrirvari á samþykki bænda í almennri atkvæðagreiðslu sem og staðfestingu Alþingis. Garðyrkjubændur sætta sig hins vegar ekki við þau kjör sem þeim eru boðin og vilja aukna niðurgreiðslu raforkuverðs til ylræktar.

Forystumenn bænda töldu fullreynt að vísitöluákvæði búvörusamninganna næðust ekki til baka. “Við bændur höfðum í raun tvær leiðir. Annars vegar að fara í mál við ríkisvaldið og leita réttar okkar varðandi afnám vísitölutenginarinnar fyrir dómstólum. Hin leiðin var að byggja upp samningstraust á nýjan leik. Við mátum það svo að síðari kosturinn væri farsælli eins og staðan er í þjóðarbúskapnum. Með þessu eru bændur að koma með ákveðnar mótvægisaðgerðir til að létta á ríkisvaldinu því það gat líklega, ef því sýndist svo, sagt einhliða upp búvörusamningum vegna forsendubrests og það vildum við ekki að gerðist. Því var samið á þessum forsendum og niðurstaðan lögð í hendur bænda til atkvæðagreiðslu,” sagði Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í samtali við Skessuhorn. “Við vorum að bjarga erfiðum málum í höfn og völdum stöðugleika til lengri tíma og horfum að sjálfsögðu á þá stöðu sem þjóðarbúskapurinn er kominni í,” bætti hann við.

 

Meðal þess sem samkomulagið felur í sér er að greiðslur til bænda skerðast á þessu ári og næsta sem nemur vísitöluhækkuninni. Á árinu 2012 verður greitt samkvæmt gildandi samningi en þó með efri mörkum. Á móti þessari skerðingu er samningurinn framlengdur um tvö ár. Mjólkursamningurinn gildir þá út árið 2014 og sauðfjársamningurinn út árið 2015.

 

Fram hefur komið að garðyrkjubændur ákváðu á aðalfundi sínum að ganga ekki til hliðstæðra samninga. Ástæða þess er lækkun á niðurgreiðslu til raflýsingar í garðyrkju. Haraldur Benediktsson segir að áfram verði reynt að ná samningum fyrir hönd garðyrkjubænda til að knýja á um lækkun raforkuverðs til ylræktar.

 

Vísir að þjóðarsátt

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson er nýr formaður Landssambands sauðfjárbænda. Hann segir að þessi breyting á búvörusamningi við sína stétt hafi þá jákvæðu þýðingu fyrir bændur að nú sé búið að staðfesta ákveðin starfsskilyrði til lengri tíma, þ.e. til ársins 2015 í stað 2013 eins og búvörusamningurinn sagði til um. “Okkar fórn með þessu samkomulagi felst í að við gefum eftir vísitölutenginguna. Það lá fyrir að ákvörðun um einhliða afnám ríkisstjórnarinnar á henni stóðst ekki lög, en þá ákvörðun tók ríkisstjórnin einhliða með gildistíma frá síðustu áramótum. Við lítum svo á að með þessum samningi séum við að stíga fyrsta skrefið í þá átt að taka ábyrga afstöðu gagnvart versnandi hag þjóðarbúsins, en það er ljóst að allar stéttir í landinu verða að gera slíkt,” segir Sindri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is