Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2009 03:56

Góð útkoma Hvalfjarðarsveitar á síðasta ári

„Við höldum áfram keik í okkar fjárfestingum og erum tiltölulega sátt við stöðuna, enda gefur niðurstaða ársreiknings fyrir síðasta ár vísbendingar um að engin hættumerki felist í áætlun okkar fyrir þetta ár,“ segir Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Nýsamþykktur ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir síðasta ár sýnir 106 milljónir í tekjuafgang og svipaða upphæð í veltufé, sem er um 20% af tekjum sveitarfélagsins á síðasta ári.

Laufey segir að þakka megi að þessi niðurstaða fékkst fyrir síðasta ár, því að sveitarstjórnin brást við á með því að draga úr framkvæmdahraða á seinni hluta ársins þegar þrengdi að. Þá hafi Hvalafjarðarsveit ekki lent í því eins og mörg nágrannasveitarfélögin að vera búinn að úthluta fjölda byggingarlóða sem síðan þurfti að borga til baka. „Þetta telur og líka hitt að sveitarfélagið fékk fjármagnstekjur af sínum innistæðum þrátt fyrir að tapa lítillega peningum á peningamarkaðsreikningi.“

Laufey segir að Hvalfjarðarsveit njóti þess að hafa öruggt atvinnuhverfi, sem að stærstum hluta byggist á verksmiðjustarfseminni á Grundartanga; þaðan komi bæði drjúgur hluti útsvars- og fasteignatekna. Hún segir síðasta ár í raun fyrsta heila árið í ársreikningum eftir sameiningu sveitarfélaganna fjögurra sem mynduðu Hvalfjarðarsveit. Sameiningarferlið hafi náði yfir á árið 2007, þá ennþá verið að berast inn reikningar vegna gömlu hreppanna.

Meðal helstu niðurstaðna í ársreikningi Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2008 eru að tekjur voru 525 milljónir eða 8,5% hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Þá voru gjöld 5,8% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Munar þar mestu um hækkun launa kennara á síðasta ári, að sögn Laufeyjar sveitarstjóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is