Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2009 04:06

65 ára afmælistónleikar Lúðrasveitar Stykkishólms

Það er sannarlega glaðlegur hópur sem skemmtir Vestlendingum næstu vikuna
Nú á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, eru nákvæmlega 65 ár frá stofnun Lúðrasveitar Stykkishólms.  Af því tilefni heldur sveitin veglega tónleika, bæði í Stykkishólmi og víða um Vesturland. Að sögn Jóhönnu Guðmundsdóttur skólastjóra verður frítt inn á alla tónleikana, en þeir verða auk Stykkishólms haldnir í Grundarfirði, Ólafsvík, Borgarnesi og Akranesi. “Aðaltónleikarnir verða á sjálfan afmælisdaginn í Stykkishólmskirkju klukkan 17:00, þar sem blásið verður í lúðra, barið á bumbur og leikið á önnur þau fjölmörgu hljóðfæri sem í sveitinni eru.  Að loknum tónleikum býður foreldrafélagið upp á kaffi og bakkelsi í safnaðarheimilinu. 

Þar getur fólk fengið keypt ýmsan smávarning sem lúðrasveitin er með til sölu til ágóða fyrir ferðasjóðinn sinn. Föstudaginn 24. apríl verður svo öllum nemendum og starfsfólki grunnskólans boðið á sérstaka skólatónleika klukkan 11:30, en Litla Lúðró leikur fyrir þá sem eiga leið í heimsókn í leikskólann á sumardaginn fyrsta klukkan 11,” segir Jóhanna.

 

Helgina 25. – 26. apríl, á sjálfa kosningahelgina, fer lúðrasveitin svo í tónleikaferð um Vesturland.  Ætlunin er að halda tónleika á fjórum stöðum. Á laugardag verða tónleikar í hátíðasal FSN í Grundarfirði kl. 13 og Ólafsvíkurkirkju kl. 17. Sunnudaginn 26. apríl spilar hljómsveitin svo í Borgarneskirkju kl. 13 og Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi klukkan 17. Allar deildir sveitarinnar koma fram: Litla Lúðró, Stóra Lúðró, Trommusveitin og Víkingasveitin, sem er skipuð lengra komnum nemendum.  Stjórnandi er Martin Markvoll.

 

Frítt er inn og allir hjartanlega velkomnir á alla tónleikana.  “Efnisskráin er bæði fjölbreytt og fjörug og ætti að höfða til allra aldurshópa.  Þar sem um er að ræða skólahljómsveitir þá vonumst við sérstaklega til þess að nemendur tónlistarskólanna á svæðinu fjölmenni á þessa tónleika, enda eru þarna krakkar sem hafa margir hist á tónleikum TónVest undanfarin ár.  Tónleikaferðin nýtur styrks frá Menningarráði Vesturlands,” segir Jóhanna Guðmundsdóttir að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is