Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2009 07:38

Skreyta umhverfi sitt á Jörvagleði

„Nú skreyta Dalamenn umhverfi sitt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Draga fána að húni á Jörvagleðidögum og klæðast margir hverjir þjóðlegum búningum og taka brosandi á móti gestum eins og áður fyrr, þessa skemmtilegu daga sem Jörvagleðin er,“ segir Helga Ágústsdóttir ferða- og menningarfulltrúi Dalabyggðar. Jörvagleðin er árleg vorhátíð Dalamanna og hefst í dag, síðasta vetrardag, og stendur fram á sunnudag.

Eins og margir hafa heyrt af var þessi forna hátíð Dalamanna, Jörvagleðin, aflögð á sínum tíma; aðallega vegna lauslætis og svalls. Dalamenn endurvöktu síðan Jörvagleðina í sinni núverandi mynd árið 1977 og er hún nú haldin í 17. skipti.

Margt verður á dagskrá hátíðarinnar þessa fimm daga. Eins og fyrr á öldum verður stiginn dans og munu Paparnir sjá um undirleikinn í þetta sinn. Mikið verður um söng og gleði.

Jörvagleðin byrjar með spurningarkeppni litlu sveitarfélaganna og harmonikkuballi. Á sumardaginn fyrsta verður hátíðardagskrá þar sem m.a. verða flutt ljóð Björns Stefáns Guðmundssonar Dalaskálds af tónlistarfólki úr Dölum. Þá um daginn er málþing, dansnámskeið, sýningar og ýmislegt fleira. Á föstudeginum verður m.a. opið hús í Mjólkursamlaginu og leikskólanum. Á laugardag verður markaðsdagur, knattspyrnumót, sýningar, Dalaleikar að ógleymdu Papaballinu. Í lok hátíðarinnar á sunnudeginum verður m.a. kaffihlaðborð á Skiðulandi og í Leifsbúð og opið í Ólafsdal.

 

Á Jörvagleði munu nemendur Tónlistarskóla Dalasýslu frumflytja tónverk eftir Harald G. Bragason skólastjóra. Grímur Atlason sveitarstjóri Dalabyggðar sýnir á sér nýja hlið og heldur uppi fjöri í Leifsbúð með hljómsveit sinni Grjóthruni í Hólshreppi. Leikfélagið verður með sýninguna Spretthlauparann og bregður svo á leik með börnum og unglingum í Dalaleikum, þar sem keppt er í óhefðbundnum greinum. Nálgast má dagskrá Jörvagleði á vef Dalabyggðar www.dalir.is  Þá má sjá í Skessuhorni í dag sögulegan fróðleik um Jörvagleði í samantekt Helgu Ágústsdóttur ferða- og menningarfulltrúa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is