Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2009 08:06

Ferðaþjónustan á Lýsuhóli bætir við tveimur húsum

„Ég man aldrei eftir að það hafi litið jafn vel út í ferðaþjónustunni og núna fyrir þetta sumar. Það er gjörsamlega allt að verða upppantað hjá mér og mér heyrist að staðan sé þannig víða í kringum mig. Þetta er að langmestu leyti erlendir ferðamenn, þannig að ég sé ekki annað en Íslendingarnir verði bara að tjalda í sumar, það er að segja þeir sem ekki eiga ferðabíla eða fellihýsi,“ segir Jóhanna Ásgeirsdóttir ferðaþjónustubóndi á Lýsuhóli í samtali við Skessuhorn. Starfsemi í ferðaþjónustu fer einmitt vaxandi í Staðarsveit og þar eins og víða er leitast við að auka þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn.

Jóhanna á Lýsuhóli og maður hennar Agnar Gestsson standa nú í stórframkvæmdum á jörðinni. Eru að bæta við tveimur sumarhúsum, hvoru um sig rúmlega 100 fermetrum að stærð. Það var einmitt verið að steypa sökkulveggina undir húsin þegar blaðamaður var á ferðinni í lok síðustu viku.

„Við erum með þrjú smáhýsi fyrir, en það er gott að fá þessa viðbót núna,“ segir Jóhanna. Aðspurð hvort að þau hafi ekki í ljósi fyrirsjáanlegrar aukningar ferðamanna ráðist í þessar framkvæmdir á réttum tíma, sagði Jóhanna að það mætti segja það, en á hinn bóginn væri þetta ekki góður tími til að fjármagna framkvæmdir. „En það bjargast. Svo er náttúrlega góður tími núna til að standa í byggingarframkvæmdum að því leyti að það er enginn vandi að fá iðnaðarmenn til starfa. Nú þarf ekki að bíða eftir þeim eins og oft áður,“ sagði Jóhanna Ásgeirsdóttir ferðaþjónustubóndi á Lýsuhóli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is