Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2009 04:03

Hægt á fráveituframkvæmdum Orkuveitunnar

Umfangsmiklar fráveituframkvæmdir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur í Borgarnesi og Akranesi hafa vakið athygli íbúa þessara staða. Þetta eru kostnaðarsamar framkvæmdir sem í dag er áætlað að kosti um einn og hálfan milljarð á hvorum stað. Erfitt er þó að meta endanlegan kostnað í krónum því gengisþróun ræður þar miklu. Þótt Borgarnes sé fámennari staður en Akranes er kostnaðurinn jafn hár þar. Ástæðan er sú að landslagið er annað og erfiðara ásamt því að ástand fráveitu í Borgarnesi var mun verra en á Akranesi. Úthlaup voru fleiri og dæmi um að holræsi lægju beint frá húsum niður í fjöru. Mörgum íbúum Borgarness hefur þótt í heldur mikið ráðist og velt fyrir sér hvort sveitarfélagið ráði við þetta í ljósi ástandsins í dag. Þá hafa menn velt fyrir sér hvort ekki hefði mátt gera þetta á einfaldari hátt, eins og gert var t.d. á Egilsstöðum, með mörgum litlum lífrænum skólphreinsistöðvum líkt og verið er að byggja á smærri þéttbýlisstöðum í Borgarbyggð.

Haldið hefur verið fram að Borgarnes sé það fámennur staður að hann falli ekki undir ítrustu kröfur um fráveitur.

 

Sjá ítarlega umfjöllun um fráveituframkvæmdir í Borgarnesi og Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is