Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2009 03:03

Öll bankastarfsemi í Borgarnesi undir sama þak

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur staðið fyrir dyrum að sameina starfsemi SPM og útibús Kaupþings í Borgarnesi. Standa þær breytingar nú yfir. Þeim fylgdi óhjákvæmileg fækkun starfsfólks, eins og útibússtjóri Kaupþings sagði í viðtali í Skessuhorni fyrir hálfum mánuði síðan. Var samtals átta starfsmönnum beggja fjármálastofnanna í Borgarnesi sagt upp störfum sl. föstudag. Bakvinnslueiningar Kaupþings settu upp fimm starfseiningar í Borgarnesi og tókst með því að koma í veg fyrir að segja hefði þurft upp fimm til viðbótar. “Það tekur okkur mjög sárt að horfa á eftir frábæru starfsfólki með langan og farsælan starfsferil. Þetta er ekki einungis starfsmenn okkar heldur líka félagar og er svona fækkun því sérlega erfið,” sagði Bernhard Þór Bernhardsson útibússtjóri í samtali við Skessuhorn.

Eftir að útibúin hafa verið sameinuð verður Bernhard Þór yfir starfsstöð Kaupþings í Borgarnesi, Skúli Ingvarsson verður aðstoðar útibússtjóri, Steinunn Guðmundsdóttir þjóðnustustjóri og Magnús Þorkelsson verður aðalféhirðir. Eftir breytinguna verða 28 starfsmenn á starfsstöðinni í Borgarnesi og eru þá með taldir þeir sem sinna munu bakvinnslu fyrir höfuðstöðvar bankans.

 

“Við munum verða með þrjú bankanúmer. Áfram verður 326 eins og Kaupþingsútibúið í Borgarnesi hafði. Gamla númer SPM, 1103, breytist í 354 og 1104 breytist í 355. Við munum flytja alla starfsemina hér í Borgarnesi út í Digranesgötu 2 um næstu helgi og mun eftir helgina öll þjónustan verða undir sama þaki. Vegna flutninga og breytinga verður afgreiðsla SPM lokuð föstudaginn 24. apríl,” sagði Bernhard að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is