Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2009 02:16

Mjaldur í Grundarfirði

Í gær tóku íbúar á bænum Bergi í Grundarfirði eftir því að mjaldur synti í sjónum utan við bæinn. Fengu þeir Kolbrúnu Grétarsdóttur á staðinn með myndavél og náði hún að festa hann á filmu. Smáhveli af þessum toga eru fremur sjaldgæf sjón við strendur landsins. Á myndinni er hvalurinn að raska ró æðarkollanna sem eru ekki vanar svona heimsókn úr djúpinu.

Mjaldurinn er flækingur umhverfis Ísland og er oftast í 5-20 dýra hópum en líka miklu stærri, rúmlega 1000 saman.  Hann syndir oft upp stórfljót í kaldari löndum og eltir laxfiska stundum mörg hundruð kílómetra frá strönd, en þar heldur hann sig að mestu og verður lítið vart við hann á djúpsævi.  Hann er gæfur og auðvelt að komast að honum.  Aðalfæðan er ýmsar fiskategundir, smokkfiskur og áta.  Hann kafar líklega ekki miklu dýpra en 300 m, þar sem hann er að mestu á grunnsævi. Mjaldur er oft um og yfir 5 metra langur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is