Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2009 12:51

Leikskólinn Akrasel formlega vígður

Í gær, á sumardaginn fyrsta, afhentu verktakar Akraneskaupstað formlega leikskólann Akrasel við Ketilsflöt. Framkvæmdir við byggingu hússins hófust í september 2007 og í ágúst 2008 hófst leikskólastarf í húsinu. Þannig hefur sambýli barna, leikskólastarfsfólks og iðnaðarmanna verið mikið og náið síðan í haust. Nú eru 100 börn í leikskólanum en fullsetinn rúmar hann 140-150 börn í sex deildum. Ragnar Ragnarsson var eftirlitsmaður með byggingunni. Hann sagði að skólinn væri samtals um 1180 fermetrar á átta þúsund fermetra lóð. Það var Pró-Ark teiknistofa sem hannaði húsið en um lóðarhönnun sá Landslag. Verkið var boðið út í þremur áföngum og um síðasta áfanga þess sáu Toppverktakar ehf. Ragnar sagði að kostnaður við hús, búnað og lóð væri 360-370 milljónir króna og því væri fermetraverð um 308 þúsund krónur sem telst mjög lágt miðað við leikskólabyggingar í dag.

Þeir Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar og Gísli S Einarsson bæjarstjóri fluttu ávörp við þetta tilefni. Þökkuðu þeir báðir starfsfólki Akrasels fyrir sérlega mikla þolinmæði á síðustu mánuðum eða frá þeim degi sem fyrstu börn fluttu í skólann og þar til nú þegar húsið er fullbúið. Gunnar Sigurðsson sagði að Akranes hefði ákveðna sérstöðu meðal sveitarfélaga nú með því að hafa nægt leikskólapláss í boði og fagfólk í nánast öllum störfum.

 

Að loknum ávörpum flutti Séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur húsblessun og Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs færði Anneyju Ágústsdóttur leikskólastjóra blóm og þakkaði starfsfólki fyrir þolinmæði og gott starf á síðustu mánuðum. Anney lýsti síðan sérstöðu leikskólans og áherslum í starfi. Loks var viðstöddum boðið að þiggja veitingar. Bæjarbúar gátu síðan skoðað nýja leikskólann það sem eftir lifði dags.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is