Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2009 12:51

Leikskólinn Akrasel formlega vígður

Í gær, á sumardaginn fyrsta, afhentu verktakar Akraneskaupstað formlega leikskólann Akrasel við Ketilsflöt. Framkvæmdir við byggingu hússins hófust í september 2007 og í ágúst 2008 hófst leikskólastarf í húsinu. Þannig hefur sambýli barna, leikskólastarfsfólks og iðnaðarmanna verið mikið og náið síðan í haust. Nú eru 100 börn í leikskólanum en fullsetinn rúmar hann 140-150 börn í sex deildum. Ragnar Ragnarsson var eftirlitsmaður með byggingunni. Hann sagði að skólinn væri samtals um 1180 fermetrar á átta þúsund fermetra lóð. Það var Pró-Ark teiknistofa sem hannaði húsið en um lóðarhönnun sá Landslag. Verkið var boðið út í þremur áföngum og um síðasta áfanga þess sáu Toppverktakar ehf. Ragnar sagði að kostnaður við hús, búnað og lóð væri 360-370 milljónir króna og því væri fermetraverð um 308 þúsund krónur sem telst mjög lágt miðað við leikskólabyggingar í dag.

Þeir Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar og Gísli S Einarsson bæjarstjóri fluttu ávörp við þetta tilefni. Þökkuðu þeir báðir starfsfólki Akrasels fyrir sérlega mikla þolinmæði á síðustu mánuðum eða frá þeim degi sem fyrstu börn fluttu í skólann og þar til nú þegar húsið er fullbúið. Gunnar Sigurðsson sagði að Akranes hefði ákveðna sérstöðu meðal sveitarfélaga nú með því að hafa nægt leikskólapláss í boði og fagfólk í nánast öllum störfum.

 

Að loknum ávörpum flutti Séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur húsblessun og Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs færði Anneyju Ágústsdóttur leikskólastjóra blóm og þakkaði starfsfólki fyrir þolinmæði og gott starf á síðustu mánuðum. Anney lýsti síðan sérstöðu leikskólans og áherslum í starfi. Loks var viðstöddum boðið að þiggja veitingar. Bæjarbúar gátu síðan skoðað nýja leikskólann það sem eftir lifði dags.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is