Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2009 02:03

Opinn fundur um Safnasvæðið að Görðum á mánudagskvöld

„Ég verð vör við mikla óánægju fólk í bænum með þessa ákvörðun að einkavæða byggðasafnið. Það eru ákveðnir hlutir sem Skagamenn eru sammála um og höfða sterkt til þeirra, sama hvar í flokk þeir standa. Byggðasafnið er eitt því,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir bæjarfulltrúi á Akranesi. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akraness hafa boðað til opins bæjarmálafundar í Safnaskálanum kl. 20 nk. mánudagskvöld. Það er reyndar kvöldið fyrir að boðað hefur verið að umdeildur samningur um útvistun byggðasafnsins verði tekinn til endanlegrar afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar Akraness.

Hrönn óskaði eftir því í pennagrein í Skessuhorni fyrir skömmu að bæjarstjórn Akranes boðaði til borgarafundar varðandi umræddan samning vegna Safnasvæðis að Görðum og Kirkjuhvols. Meirihlutinn í bæjarstjórn Akraness hefur ekki orðið við þeirri ósk og sagði Hrönn ekki vita hvort Gísli S. Einarsson bæjarstjóri myndi mæta á fundinn nk. mánudagskvöld eða fulltrúar meirihlutans, en að sjálfsögðu vonast til að Skagamenn myndu fjölmenna á fundinn.

Umræddur samningur milli Vætta, fyrirtækis Adolfs Friðrikssonar, um yfirtöku á rekstri safnasvæðisins að Görðum og listasetursins Kirkjuhvols hefur hlotið harða gagnrýni m.a. frá þjóðminjaverði og formanni Safnaráðs, sem halda því m.a. fram að samningurinn brjóti í bága við alþjóðlegar siðareglur. Þá sé það ljóst að eftir einkavæðinguna muni Byggðasafnið að Görðum ekki njóta þeirra opinberra styrkja sem það hefur notið hingað til.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is