Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2009 03:03

Allt á góðu róli í Bifröst

“Hingað kom fullt af fólki að kynna sér staðinn og námið. Það var mikið um að vera hérna og nemendur með dagskrá fyrir börn og fullorðna. Veðrið var þokkalegt, rigndi nokkuð fyrst en svo kom milt vetrarveður á eftir,” sagði Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, um opinn dag sem haldinn var að Bifröst í gær, á sumardaginn fyrsta. Hann sagði fólk hafa verið opið fyrir að kynna sér það sem í boði er á Bifröst, enda margt að sjá.

Háskólinn á Bifröst hefur ávallt verið með sumarnám og Ágúst segir svo verða áfram og frekar bætt í en hitt. “Við höfum verið með sumarönn í grunnnámi sem hófst í þessari viku og verðum með mastersnám líka seinna í sumar. Það verður frekar bætt í sumarnámið en hitt. Hérna á Bifröst höfum við haft forystu um að auka nám við þessar aðstæður sem ríkja í landinu. Við tókum sem dæmi inn nema um áramótin. Ég hef sagt að það sé best fyrir fólk að vera í námi meðan þetta hret gengur yfir þjóðfélagið,” segir Ágúst.

 

Hann sagði að skólafólk á Bifröst fari ekki varhluta af ástandinu frekar en aðrir. “Aðsóknin að námi hérna er hins vegar góð og hér í Borgarfirðinum er allt á góðu róli,” sagði Ágúst Einarsson rektor.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is