Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2009 03:32

Yngsti þingmaður landsins rekur stórbú á Lambeyrum

Ásmundur E Daðason
Ásmundur Einar Daðason, bóndi á Lambeyrum í Dölum er yngsti þingmaðurinn sem nú sest á Alþingi Íslendinga, er 26 ára gamall, fæddur 29. október 1982. Ásmundur Einar hreppti jöfnunarþingsætið í Norðvesturkjördæmi og er 3. maður á lista VG. Jafnframt því að vera yngstur væntanlegra alþingismanna er hann eini bóndinn sem sest á þing að þessu sinni. “Bændur þurfa ekki að kvíða því að ég verði ekki öflugur talsmaður þeirra og mun taka mið af hagsmunum stéttarinnar ásamt auðvitað ýmsu öðru,” segir Ásmundur í samtali við Skessuhorn. Hann sagðist hafa lagt sig síðla kosninganætur en vaknað í sófanum við að hann væri orðinn þingmaður. “Þetta var ótrúlega sætur sigur okkar lista. Við erum að bæta við tveimur þingsætum í Norðvesturkjördæmi og það munaði einungis 19 atkvæðum að Jón Bjarnason hefði orðið fyrsti þingmaður kjördæmisins. Nú erum við í allt annarri og miklu sterkari stöðu til að vinna fyrir fólkið í okkar kjördæmi og ég hlakka til þeirrar vinnu,” segir Ásmundur.

Fyrst og fremst þakkar hann þennan árangur vinstri grænna að hafa teflt fram lista skipuðum öflugu fólki víða að úr kjördæminu. “Við fórum af stað í þessa kosningabaráttu með það að leiðarljósi að koma hreint fram og vorum ekkert að skafa utan af þeim erfiðu aðstæðum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þá pössuðum við okkur á að vera ekki að skíta út í aðra frambjóðendur og tel ég það mjög mikilvægt,” segir Ásmundur.

 

Aðspurður segist hann hafa átt von á einhverri fylgisaukningu VG í kjördæminu. “Við fórum mikið um og var allsstaðar vel tekið. Við bjuggumst við góðri kosningu, en þessi árangur var samt í námunda við okkar allra björtustu vonir.”

 

Á Lambeyrum í Dölum er rekið eitt stærsta fjárbú kjördæmisins með samtals um 1300 vetrarfóðraðar kindur. Hvernig líst bóndanum á að setjast á Alþingi til viðbótar því að reka þetta stóra bú? “Við búum hér félagsbúi; faðir minn og konan mín. Nú munum við setjast niður og endurskipuleggja okkur, fyrst vegna næstu vikna þar sem einungis er hálfur mánuður í að sauðburður hefst með tilheyrandi önnum á búinu. Jafnframt búast menn við löngu sumarþingi þannig að þetta mun krefjast mikillar og góðrar skipulagningar og samvinnu hér heima við. Við þurfum í raun að endurskipuleggja allan okkar rekstur því bæði störfin eru fullt starf. Auk kindanna hef ég haft ýmis aukaverkefni, t.d. verið í innflutningi og sölu á áburði og rúlluplasti fyrir bændur. Fyrirfram höfðum við ekki gert neinar ráðstafanir til að mæta þessari stöðu sem nú er komin upp, en förum til að byrja með í að leysa það tímabundið. Þetta verður erfiðast yfir sauðburðinn en leysist örugglega með góðri hjálp,” sagði Ásmundur Einar Daðason, sauðfjárbóndi og alþingismaður að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is